„Ég fór í tvær matvöruverslanir í dag og tók eftir músíkinni í þeim báðum sem var frekar lágt stillt en ágeng og óþægileg,“ segir Guðmundur Andri rithöfundur:
„Einkennilegt með vissa tegund af bandarískri tónlist, þar sem leitast er við að tjá sterkar tilfinningar á afdráttarlausan hátt – að hún hljómar stundum eins og verið sé að pynta söngvarann. Þarna gekk maður um í leit að gulum maísbaunum og í hátalarakerfinu bárust neyðaróp í manneskju, og við öll bara þarna að versla eins og ekkert hefði í skorist. Það væri meira gaman að hafa klassíska gítarleikara sem komið væri fyrir hér og þar í versluninni.“