„Nýr kafli í sögu ríkisbanka er í mótun. Því miður minnir hann á aðdraganda hrunsins þegar stjórnendur bankanna töldu sig færa um að bjóða stjórnvöldum birginn og stýra landinu,“ segir Björn Bjarnason fyrrum ráðherra í Mogganum í dag.
„Eftir hrunið var kvartað undan því að eftirlit hefði ekki verið nóg og að stjórnmálamenn hefðu ekki beitt bankastjóra nægum aga. Þá var glímt við fjármálamenn í einkafyrirtækjum sem nefndir voru útrásarvíkingar í lofræðum á æðstu stöðum. Nú er eftirlitsumgjörðin allt önnur eins og eignarhaldið. Stjórnmálaerfiði vegna bankafurstanna lýkur aldrei.“