„Biden mun sennilega ekki hætta fyrrr en hann kemur Donald Trump í Hvíta húsið aftur,“ sregir Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi Moggans í dag:
„Sú getgáta minnir á sögu, sem Barack Obama sagði, sem var fráfarandi forseti 2017, þegar Trump hafði sigrað Hillary Clinton naumlega og stutt var í embættistöku hans. Obama rifjaði þá upp að þegar hann tók sjálfur við embætti, átta árum fyrr, hefði hann fengið lexíu hjá „The Secret Service“ sem verndar forsetana. Og eitt af því sem var nefnt við hann, að væri talin hætta á að gerð yrði á árás á forsetann, þá kölluðu lífverðirnir gjarnan hátt og snöggt: „Duck, Mr. President, Duck!“ Nú þegar kominn yrði nýr forseti, Donald Trump, myndu lífverðirnir sjálfsagt láta nægja að hrópa: „Duck, Donald Duck.“ Þetta gamanmál skilja líklega aðeins þeir sem lásu Andrés Önd á ensku.“