„Mynd tekin út turni Landakotskirkju, líklega um eða eftir 1930,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og bætir við:
„Ægisgatan blasir við. Til vinstri má sjá Grandagarð sem þá var mjór hafnargarður, einungis fær gangandi fólki, og handan hans Örfirisey (Effersey) að mestu eins og hún hafði alltaf verið. Í fjarska má greina húsin í Engey.