Úr aftursætinu:
–
Daníel Orri Einarsson formaður leigubílstjórafélagsins Frama er í eldlínunni þessa dagana vegna mikilla deilna um leigubílabransann. Daníel er sonur rihöfundarins Auðar Haralds sem lést nýlega.
–
Daníel er maður fárra orða í viðtölum, ólíkt móður hans sem var þekkt fyrir að verða aldrei orða vant. Það vakti athygli í Kastljósi RÚV að í umræðum um leigubílamarkaðinn hversu stutt svör hans voru og kölluðu gjarnan á frekari spurningar. Málin skýrðust þó eftir því sem meira var rætt.
–
Sjónvarpsáhorfendur eru vanir því að flestir viðmælendur séu nánast atvinnumenn í því að tala, ekki síst stjórnmálamenn. Stutt svör Daníels voru því hressileg tilbreyting frá því þegar umsjónarmenn þátta þurfa að grípa inn í til að stöðva málæði viðmælenda.