„Það er einkennilegt að bankastjóri Landsbankans sé að svara fyrir kaupin á TM,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson athafnamaður og frumkvöðull:
„Þetta er ákvörðun stjórnar bankans og ekki hluti af daglegum rekstri sem bankastjórinn ber fyrst og fremst ábyrgð á. Það er líka einkennilegt að stefnumótun bankans virðist ekki vera í samráði við eiganda hans.
Nú er margreynt að banki og tryggingafélag fara ekki vel saman. Landsbankinn átti einu sinni VÍS, Íslandsbanki Sjóvá og nú er Kvika búinn að reyna með TM. Nær væri að hagræða í rekstrinum, fjárfesta í stafrænum lausnum og lækka þjónustugjöld eins og dæmi eru um hjá öðrum og einfaldari sparisjóði.“