Gjaldþrot fyrirtækis foreldra Katrínar prinsessu af Wales á síðasta ári er ekki aðeins áfall fyrir fjölskylduna heldur setur það einnig svartan blett á breska konungsdæmið.
–
Carole og Michael Middleton lentu í erfiðleikum með rekstur fyrirtækisins sem seldi vörur til veisluhalda (Party Pieces) og voru kröfur í búið um 2,6 milljónir punda. Middleton hjónin stofnuðu fyrirtækið 1987 og náðu að efnast vel. Þau gátu sent dætur sínar til mennta í fínum skólum og keyptu herragarð fyrir tæpar 5 milljónir punda.

–
Rekststurinn hefur ekki gengið vel undanfarin ár og er óhófsömum lífsstíl hjónanna kennt um. Bæði birgðasalar og skatturinn líða fyrir gjaldþrotið sem nú hefur fallið í skuggann af ástandinu í kringum Katrínu. Æfir kröfuhafar segjast hafa treyst fyrirtækinu þar sem það var í eigu foreldra verðandi drottningar Breta. Ætla má að þetta ástand hafi ekki orðið til bæta ástandið í hjónabandi Katrínar og Vilhjálms sem stórir brestir virðast komnir í.