Nýr tyggjóbani hefur litið dagsins ljós. Athafnasvæði hans er stéttin fyrir utan Melabúðina við Hofsvallagötu.
-Ertu í samstarfi við tyggjóbana Reykjavíkurborgar sem lengi hefur starfað í miðbænum?
„Nei, ég var fyrst að frétta það núna að það væri einhver annar tyggjóbani til.“
– Ertu þá á styrk frá borginni eins og hinn tyggjóbaninn?
„Nei, nei, ég er bara hér á vegum Melabúðarinnar.“
–
Sannleikurinn um tyggjóklessurnar á stéttinni er í stórum dráttum sá að þetta eru ekki venjulegar tyggjóklessur sem er verið að þrífa upp heldur að stórum hluta níkóntíntyggjó sem viðskiptavinir spýta út úr sér áður en farið er í búðina. Fólk sem hefur hætt að reykja en ekki tyggja. Sígarettustubbarnir eru nánast horfnir en níkótínið situr eftir í tyggjóformi.