Dóttir Nixons forseta, Tricia, hafði mikinn áhuga á að giftast Karli Bretaprinsi á sínum tíma. Áhugi föður hennar var ekki síðri. Karl kom í heimsókn til Bandaríkjanna 1970 þá 21 árs og nýorðinn Prins af Wales var forsetinn staðráðinn í að koma þeim Triciu saman.
Á þessum tíma þótti Karl einn eftirsóttasti ungi maðurinn á hjónabandsmarkaðinum. Nixon hafði í opinberri heimsókn til Bretlands árið áður gefið til kynna við Karl að báðar dætur hans fylgdust grannt með fréttum af honum í fjölmiðlum, reyndar var sú yngri þá nýgift.
Þegar Karl kom síðan til Washington DC ári síðar var Nixon tilbúinn með stranga dagskrá þar sem þau Tricia myndu vera saman. Karlinn var mjög ánægður þegar myndir birtust af þeim hér og þar en öðrum var ljóst að það neistaði ekki á milli prinsins og Triciu. Ári síðar gekk hún í hjónaband með Harvardmenntuðum lögfræðingi, Edward Cox og eru þau enn hjón, bæði að nálgast áttrætt.