HomeGreinarDAGUR Í BREAKFAST MEÐ STOLTENBERG Í BRUSSEL

DAGUR Í BREAKFAST MEÐ STOLTENBERG Í BRUSSEL

„Er í Brussel á fundi um loftslagsmál – og náði aldrei þessu vant að plata Örnu til að koma með,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri og svo hófst ævintýrið:

„Byrjuðum daginn eldsnemma í morgunmat hjá Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. Ég kynntist Jens þegar ég var varaformaður Samfylkingarinnar og hann leiddi Verkamannaflokkinn í Noregi og var forsætisráðherra Noregs. Við náðum ótrúlega vel saman frá fyrstu kynnum og höfum haldið sambandi allar götur síðar.

Það var einstakt að koma á fallegt heimili Jens í Brussel og fara yfir það sem á dagana hefur drifið frá því við hittumst síðast. Ræddum starf hans hjá NATO og næstu skref þegar því lýkur síðar á þessu ári. Við ræddum Samfylkinguna og stöðuna í aðdraganda kosninga á Íslandi sem Jens fylgist með af áhuga. Og síðast en ekki síst börnin okkar og lífið.

Jens er gull af manni og einstakur ljúflingur sem hefur tekist á við ótrúleg verkefni eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fáir hefðu leyst það betur af hendi. Hann er einnig af sumum sagður sá eini sem getur talað við Trump. Tíminn flaug frá okkur og Jens rauk af stað eftir morgunmatinn á leið á fund með Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Við Arna röltum og tókum lestina í átt að húsakynnum Evrópuþingsins þar sem loftslagsfundurinn fer fram.“

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

ÆPANDI ÞÖGN Í MILLJARÐADEILU

"Það er algjör þögn og engar athugasemdir eða beiðni um leiðréttingar eða neinar athugasemdir af neinu tagi. Það er æpandi þögn," segir Björn Thorsteinsson...

„BELLE DU JOUR“ SLÓ Í GEGN Á ÞORRABLÓTI

"Inga Sæland er belle du jour," segir í pósti sem borist hefur: "Borgarstarfsmenn voru með þorrablót s.l. föstudagskvöl. Leynigestur kvöldsins var Inga Sæland. Hún fór...

ÁSTARKOSS HARRY OG MEGAN

Borist hefur myndskeyti: - Hver segir að ástin sé ekki enn til staðar hjá Harry og Megan? Þessi mynd var tekin um helgina þegar Invictus leikarnir...

STEINALDARSKVÍSUR Á BABALÚ

Steinaldarskvísurnar Vilma og Telma ræða málin í sjónvarpi frá annarri öld í glugga veitingastaðarins Babalú á Skólavörðustíg Og jólasveinarnir skemmta sér kounglega á meðan.

MUGGUR TIL SÖLU

Til sölu: Höf: Muggur Guðmundur Thorsteinsson Stærð: 29 x 27 ( 59 x 51) Gerð : kol og vatnslitur árg: 1920 Uppl. gudmundur@listamenn.is ... 8632121

HALLA FORSETI FELUR FORVERA SÍNA Á FORSETI.IS

Lýðveldissinni skifar: - Nú er enga sögu að finna lengur á vefslóðinni forseti.is en samkvæmt henni hófst saga íslenska forsetaembættisins með Höllu Tómasdóttur. Ekkert er að finna...

UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR…

"Ungur nemur, gamall temur," sagði Össur Skarphéðinsson fyrrverandi umhverfisráðherra þar sem hann sat með Jóhanni Páli Jóhannssyni núverandi umhverfisráðherra á Forréttabarnum á Nýlendugötu í...

RÁÐHERRAR SAMAN Í BARNAAFMÆLUM

Sagt er að aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, Ólafur Kjaran Árnason (Sigurjónssonar fyrrum lögreglustjóra), sé kvæntur systur Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þannig...

SVITNAÐI Í TJALDI OG SÁ ALLSBERAR MEYJAR OG SJÖ SVANI

"Ég ákvað að læra jóga í covid og það var nú meira bullið," segir Jón Óskar myndlistarmaður og heimspekingur og svo tók annað við: - "Tolli...

GUNNLAUGUR TALDI HRAÐAHINDRANIR Í REYKJAVÍK

"Ég keyrði í fyrradag norður Kringlumýrarbrautina," segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson landsþekktur langhlaupari og sveitarstjórnarmaður um árabil: - "Svo beygði ég af henni austur Borgartún fram hjá...

HRAÐSTEFNUMÓT FYRIR ELDRI BORGARA Í BÍÓ PARADÍS

Kvikmyndahúsið Regnboginn efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favorite Cake) miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00...

REYKJAVÍK LOKAR VEGNA VEÐURS

Öllum starfsstöðum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað út daginn í dag en nýjar tilkynningar varðandi morgundaginn munu berast síðar á miðlum starfsstöðva...

Sagt er...

"Einstæður læknanemi á Valentínusardegi" heitir þessi mynd. Valantínusardagurinn er á föstudaginn, 14. feb.

Lag dagsins

Roberta Flack er afmælisbarn dagsins (86). Þekktust fyrir "Killing Me Softly", lag sem lagði undir sig heiminn og heyrist víða enn. Einnig náði hún...