Tíðindamaður fór í Blómaval að kaupa liljur á tilboði. Í biðröðinni var einnig landsþekktur sálfræðingur og saman fylgdust þeir með fullorðnu fólki sem var að tala við tvo páfagauka sem léku lausum hala í búðinni.
„Mikið eruð þið sætir,“ sagði fólkið við páfagaukana og þeir svöruðu að bragði: „…ætir, ætir, ætir.“
„Er þetta ekki verkefni fyrir þig?“
Sálfræðingurinn leit yfir til fólksins og páfagaukana og sagði svo: „Jú, ef þetta væru plastpáfagaukar.“