Víða standa sjónvarpsgreiður upp úr strompum og húsþökum, engum til gagns. Fyrir löngu er hætt að senda sjónvarp út „á öldum ljósvakans“ – allar útsendingar eru komnar á netið. Greiðurnar og örbylgjuloftnetin standa því eftir sem minnisvarði um fyrri tíma, þar sem þau tærast og ryðga smám saman þar til húseigandinn drífur í að hringja á körfubíl til að taka draslið niður áður en það hrynur ofan á sólpallinn.