HomeGreinarPABBI GUÐMUNDAR BJARGAÐI LÍFI GUÐMUNDAR ANDRA

PABBI GUÐMUNDAR BJARGAÐI LÍFI GUÐMUNDAR ANDRA

Samskipti á samskiptamiðlum taka á sig ýmsar myndir og stundum alveg gagnvirkar eins og þegar Guðmundur Magnússon rithöfundur á blaðamaður minntist föður síns í gær:

Magnús á læknastofu sinni á Klapparstíg.
Magnús á læknastofu sinni á Klapparstíg.

„Pabbi, Magnús Þorsteinsson (1926-2001) hefði orðið 98 ára í dag. Dó aðeins 75 ára gamall úr krabbameini. Blessuð sé minning hans….Hann starfaði nær alla tíð á Heilsuverndarstöðinni gömlu við Barónsstíg, en var auk þess læknir við nokkra skóla borgarinnar. Hann langaði til að lesa bókmenntir, en það þótti óraunsætt. Afi vildi að hann yrði verslunarmaður. Þar var framabrautin greið. En læknisfræðin varð ofan á og í barnalækningar fór hann fyrir tilviljun eftir að styrkur bauðst til framhaldsnáms á því sviði í Münster í Þýskalandi 1955.“

Þetta vekur viðbrögð hjá Gumðundi Andra Thorssyni rithöfundi:

„Pabbi þinn bjargaði lífi mínu þegar ég var fimm ára og fékk heilahimnubólgu. Læknir hafði komið um morguninn og sagt mig vera með flensu. Mér hrakaði þegar leið á daginn og mamma náði ekki í neinn lækni fyrr en pabba þinn, sem kom með hraði og dreif mig beint á spítala þegar hann sá mig. Hann var og er í hávegum hafður í minni fjölskyldu.“

TENGDAR FRÉTTIR

OPIÐ HÚS Á BRAGAGÖTU

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: 48,5 m2 parhús á einni hæð við Bragagötu 34b í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi og 2 svefnherbergi....

GISTIHÚSBÍLLINN Á EYRARBAKKA

Á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka í dag laugardaginn 21. júní tekur Byggðasafn Árnesinga við Gistihúsbílnum ÁR-67 til varðveislu. Það gerist með stuttri athöfn við Húsið...

50% AFSLÁTTUR Á SIGLÓ HÓTEL

Sigló Hótel á Siglufirði á 10 ára afmæli í sumar og býður af því tilefni 50% afslátt af dvölinni ef bókaðar eru tvær eða...

ER ALLT AÐ FARA Í HUND OG KÖTT?

"Er allt að fara í hund og kött?" spyr Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins sem einnig er dýralæknir og veit því hvað hann syngur þegar...

SÓLVEIG ANNA BRÝNIR KONUR – „ÁN YKKAR STOPPAR HÉR ALLT“

"Ég óska verkakonum á Íslandi til hamingju með daginn. Ég vona að sú stund renni einhvern tímann upp að atkvæði okkar sem að tilheyra...

GÍTARSNILLINGUR VARAR VIÐ HRAÐAMYNDAVÉL Á AKUREYRI

"Alltaf finnst mér gaman að koma til Akureyrar og alltaf finnst mér leiðinlegt að yfirgefa þann fallega bæ en aldrei eins leiðinlegt og nú...

HJÁLMARI FINNST SANNA FALLEG

Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavik heldur velli samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup var að birta. Hjálmar Sveinsson, lykilmaður í borgarstjórnarhópi Samfylkingarinnar, er ánægður með og upplýsir um...

VÍSINDAAFREK ARNARS Í TOUR DE FRANCE

"Arnar Lárusson systursonur er búinn að þróa merkilegan búnað til að mæla öndun og nýta til að bæta þjálfun íþróttamanna," segir rithöfundurinn Andri Snær...

GERVIGÓMUR GUÐFÖÐURS

Þetta er neðri gómurinn sem var smíðaður fyrir Marlon Brando 1974 er hann lék Guðföðurinn í samnefndum kvikmyndum. Brando mætti fyrst við upptökur með munninn...

BORGIN SVARAR FYRIR „ÚTRÝMINGU STÖÐUMÆLAVARÐA“

Boist hefur svar frá skrifstofu þjónustu og samskipta Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurnar vegna fréttar, "Vélmenni útrýma stöðumælavörðum í Reykjavík", sem birtist hér í gær: - Sæll Eiríkur Reykjavíkurborg...

VÉLMENNI ÚTRÝMA STÖÐUMÆLAVÖRÐUM Í REYKJAVÍK

"Stöðumælaverðir eru líklega að verða óþarfir. Gott að  ég var hætt," segir Þóra Andrésdóttir um gamla starfið sitt sem stöðumælavörður í Reykjavík. Nú skanna ...

ÍSLENSKUR BARNAVAGNABLÚS Í LONDON

"Internetið ætlaði á hliðina í vikunni þegar hjúkrunarfræðingur sagði í frétt á RÚV að foreldrar ættu ekki að láta börn sín sofa úti í...

Sagt er...

"Á Verslunarskólaárum mínum 1958-1961 var sumrunum varið í að afla tekna til þess að borga fyrir allt hvern næsta vetur. Eitt af því sem...

Lag dagsins

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er 55 ára í dag. Hann fær óskalagið Money, Money, Money með Abba. https://www.youtube.com/watch?v=ETxmCCsMoD0