Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin á í íþróttahúsinu á Ásvöllum í gærkvöldi. Mikill áhugi var meðal starfsmanna bæjarins en brunaeftirlitið gaf aðeins leyfi fyrir 1.500 veislu og voru þar makar meðtaldir – starfsmenn bæjarins eru reyndar miklu fleiri og lentu því 100 manns beint á biðlista.
Rósa Guðbjarts bæjarstjóri bauð í kokteil á fallegu heimili sínu í hrauninu en nú styttist í að hún láti af bæjarstjórn og afhendi völdin Framsókn samkvæmt samningi í ljósi úrslita síðuðustu kosninga. Talið er víst að Rósa leiti nú á önnur mið og beinast liggur við að taka stefnuna á Austurvöll þar sem Alþingishúsið stendur.