HomeGreinarVILTU FARA Í BISNISS MEÐ PARÍSARHJÓL VIÐ HÖFNINA? - BORGIN BÝÐUR ÞÉR...

VILTU FARA Í BISNISS MEÐ PARÍSARHJÓL VIÐ HÖFNINA? – BORGIN BÝÐUR ÞÉR 725 FERMETRA LÓÐ

Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Parísarhjól verður spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf.

Parísarhjól í Reykjavíkurhöfn - unnin mynd

 

Verkefnið kom upp í skýrslu um tækifæri fyrir haftengda upplifun í Reykjavík og var samþykkt að vinna það áfram. Mögulegur rekstraraðili mun standa allan straum af uppsetningu og rekstri parísarhjóls, en framlag borgarinnar til samstarfsins yrðu afnot af lóð Faxaflóahafna í fyrirfram ákveðinn tíma.

Frestur til að skila inn tillögum að samstarfi er til 22. mars kl 14:00.

Hæðartakmörkun: Vegna staðsetningar sem er beint undir fluglínu fyrir flugbraut 01-19 eru 30 m hæðartakmarkanir á mögulegu parísarhjóli.

Stærð svæðis sem borgin gæti lagt til undir verkefnið er 725 fermetrar. Á svæðinu ætti að vera hægt að koma fyrir 20 metra löngum vagni með Parísarhjóli.

Árstíð: Um sumarafþreyingu væri að ræða, tímabilið er maí – september.

Öryggiskröfur: Rekstraraðili þarf að skila inn gögnum um að hjólið og búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður þ.m.t. vindálag og jarðhræringar. Frekari útlistun á kröfum varðandi öxulþyngd vagnsins má finna í athugun Verkís um parísarhjól á Miðbakka.

TENGDAR FRÉTTIR

LÆKNIR MEÐ LANDRIS Í KVIÐNUM

"Á aðventunni fann ég fyrir landrisi vinstra megin í kviðnum," segir Lýður Árnason læknir og baráttumaður fyrir betra Íslandi: "Taldi þetta þýðingarlaust en um áramót...

LEYNILEGAR UNDIRSKRIFTIR GEGN BJARNA BEN

Þrátt fyrir að yfir 30 þúsund manns hafi skráð andstöðu sína á Ísland.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stól forsætisráðherra, þá birta 6 af...

VINNUSTOFAN KJARVAL OPNAR GALLERÍ ÞAR SEM ÁÐUR SÁTU ÞINGMENN

Eigendur Vinnustofu Kjarval í Austurstræfi 10 eru að opna gallerí með glæsilegum sýningarsal á hæðinni fyrir neðan sjálfa Vinnustofuna en á þeirri hæð voru...

VINDMYLLUHUGMYNDIR NORÐMANNA HÉR Á LANDI LÚSUGAR EINS OG LAXARNIR ÞEIRRA

"Sagt er að sígandi lukka sé best," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri í rafrænni morgunhugleiðingu sinni: "Ísland ætti að skapa sér ímynd sem...

PAWEL BARTOSZEK EDRÚ Í 30 DAGA – ÞETTA GERÐIST!

"Dagur 30 í áfengispásu," segir Pawel Batoszek borgarfulltrúi í Reykjavík og þá gerðust þessi ósköp: "Kominn með tvær aukavinnur, hef mætt í ræktina 5 daga...

NETSAMBAND Í BÍLAKJÖLLURUM

Stórum fjölbýlishúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár og hafa stór fjölbýlishverfi byggst upp víða um höfuðborgarsvæðið. Þessum hverfum fylgja oft niðurgrafnir bílastæðakjallarar með einkabílastæðum sem fylgja...

JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESI VALDA HRÆÐSLU Í NEW JERSEY OG NEW YORK

"Frá Reykjanesi til New Jersey? Það var virkilega pínulítill jarðskjálfti, mældist 4,8 á magnitude mælikvarða, en það hrærði mikið í hræðslu og spekúleringum í...

ROYAL BÚÐINGUR Á KALDABAR

Þessi spaði mætti á Kaldabar á Klapparstíg síðdegis í gær kyrfilega merktur Royal súkkulagðibúningi. Vakti hann athygli viðstaddra eins og algengt er þegar frávik...

GLASGOW VIÐ VESTURGÖTU 1885

Glasgow við Vesturgötu var stærsta hús landsins á sínum tíma segir Klemenz Jónsson í Sögu Reykjavíkur. Það var reist 1863 af skosku verslunarfélagi. Þar...

SIGURÐUR G. ER GYÐINGUR EN AFÞAKKAR ÍSRAELSKT RÍKISFANG

Ein formóðir mín í kvenlegg hét Helga og kom frá Færeyjum þar sem foreldrar hennar voru kaupmenn, gyðingar frá Slésvík Holtsetalandi," segir Sigurður G....

ÁTTA ÞÚSUND MANNS Í STARTHOLUNUM – STÓRI PLOKKDAGURINN NÁLGAST

Stóri plokkdagurinn verður haldin um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra...

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar: - Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að...

Sagt er...

Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem...

Lag dagsins

Andy Garcia, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Vincent Mancini í Godfather III, er afmælisbarn dagsins (68). Hann er frá Kúpu og tekur hér Abba...