HomeGreinarPÓLITÍSK ÁHRIF Á TÍSKUNA - EKKI SKARTA AUÐI

PÓLITÍSK ÁHRIF Á TÍSKUNA – EKKI SKARTA AUÐI

Ástandið í heiminum hefur áhrif á tískuna, segir áhrifafólk í tískuheiminum. Ógeðfelldur ójöfnuður og andúð á lífstíl þeirra ofurríku, sem kunna ekkert annað en að berast á smitast yfir á tískuhönnuði eins og aðra sem eru með fingurinn á púlsinum.

Ofurhannaðir skrautkjólar eins og sjást á rauðu dreglunum þykja orðið hallærislegir. Allt er nú á lágstemmdari og sígildari nótum. Svart og hvítt stendur enn fyrir sínu. Naumhyggja er aftur að ryðja sér til rúms. Ráðin frá tískuritstjórum (fremur en tískuhúsum) eru að koma sér upp góðum grunni af nothæfum fatnaði eins og rykfrakka, þröngu pilsi, buxnadragt og góðum gallabuxum.

Lágstemmdur glæsileiki Carolyn Bessette stenst tímans tönn.
Lágstemmdur glæsileiki Carolyn Bessette stenst tímans tönn.

Tískufyrirmyndirnar núna eru því þær sem berast ekki á og eru glæsilegar á lágstemmdum nótum. Tekið er dæmi af konu eins og Carolyn Bessette eiginkonu John Kennedy yngri en bæði fórust í flugslysi í lok síðustu aldar. Hún vann hjá Calvin Klein og myndir af henni sýna hvernig þessi lágstemmdi elegansi stenst tímans tönn. Lauren Sanchez fylgdarkona eins auðugasta manns heims fellur á hinn bóginn ekki í þennan flokk lágstemmds glæsileika þar sem hún skartar 105 þúsund dollara eða rúmlega 14 milljón króna bleikri Birkin tösku þegar hún fer á kaffihús. Ekki smart!

TENGDAR FRÉTTIR

DAUÐINN VINSÆLL TIL DRYKKJAR

Íslendingar voru fyrstir til þess bókstaflega að tengja áfengi við dauðann. Brennivín hefur lengst af verið kallað Svartidauði. Siglfirski athafnamaðurinn Valgeir Sigurðsson framleiddi Black...

VARIST GLUGGASÆTI Í LÖNGU FLUGI

"Það getur skipt máli fyrir heilsu þína hvar þú situr þegar þú ferð í flug, sérstaklega löng flug. Rannsóknir benda til að það sé...

EUROVISIONFARINN SEM ALDREI FÓR SAFNAR FYRIR PLÖTU Á KAROLINA FUND

Bashar Murad, Eurovisionfari Íslendinga sem aldrei fór þó hann hefði sigrað, safnar nú fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund. Hann setur markið á...

LÁRÉTT STUÐLABERG ENGIN NÝJUNG

Lárétt stuðlaberg í útveggJum bygginga er engin nýjung eins og ætla mætti í umræðum um lárétta stuðlabergið í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans á Hafnartorgi. Lárétt stuðlaberg...

BASSALEIKARI STONES MEÐ SÓLÓPLÖTU

Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari The Rolling Stones, hefur tilkynnt um nýja plötu sína DRIVE MY CAR, sem kemur út 9. ágúst. Wyman hefur vísað...

HAFDÍS HULD TOPPAR ÍSLENSKA SPOTIFY HLUSTUN

Tónelskur skrifar: - Ekki Bríet, ekki GDRN, ekki Herbert Guðmundsson, ekki Helgi fokking Björns, ekki Patrekur, ekki Aron Can. Nei, það er Hafdís Huld sem hefur mestu...

GAMAN SAMAN Í SUMARBORGINNI REYKJAVÍK

Reykjavíkurborg tilkynnir: - Sumarborgin iðar af lífi og í samvinnu við í listafólk og hönnuði, plötusnúða og tónlistarfólk geta gestir gert sér dagamun í miðborginni í...

WATSON BJARGAÐI ÍSLENSKA HUNDINUM FRÁ ÚTRÝMINGU – DAGUR ÍSLENSKA HUNDSINS Í DAG

Dagur íslenska hundsins er í dag, 18 . júlí, sem er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu. Á vefnum Íslenski...

ÆVINTÝRALEG ÚTILISTAVERK Í HAFNARFIRÐI

"Rafmagns- og símakassar, snjóbræðslugrind og brunnur í Strandgötunni, öðlast nýtt líf í meðförum listamannsins @tjuanpicturesart," segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstýra í Hafnarfirði í susmarskapi og...

SUMARSVITI OG FALDAR AUGNGOTUR Í LAUGARDAL

"Höfugur blómailmur, hvísluð leyndarmál, sumarsviti á húð, faldar augngotur yfir herbergið - það er fátt jafn gefandi fyrir skilningarvitin og að vera skotið í...

SÓLVEIG ANNA SKOÐAR HEIMINN

"Fegurð landsins er mikil," segir Sólveig Anna Jónsdóttir verkalýðsforingi í Eflingu: "Við erum búin að labba 100 kílómetra í henni. Erum hress og kát."

DRAUMUR ÞURÍÐAR UM LAUGARNESIÐ – UMHVERFISSLYS Í PÍPUNUM

"Ég á mér þann draum að Laugarnestanginn allur verði friðaður," segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarkona, hestamaður og landsfræg dægurlagasöngkona um áratugaskeið. Þuríður er uppalin á...

Sagt er...

"Í dag kostar pylsa á Bæjarins bestu 740 krónur, sem er ansi vel í lagt," segir Atli Már Jóhannsson bifhjólavirki sem reiknaði þetta út: "Ef...

Lag dagsins

Bandaríski rithöfundurinn Ernes Hemingway (1899-1961) er afmælisbarn helgarinnar, hefði orðið 125 ára. Fáir höfðu jafn mikil áhrif á skáldsagnagerð á síðustu öld og Hemingway,...