HomeGreinarPÓLITÍSK ÁHRIF Á TÍSKUNA - EKKI SKARTA AUÐI

PÓLITÍSK ÁHRIF Á TÍSKUNA – EKKI SKARTA AUÐI

Ástandið í heiminum hefur áhrif á tískuna, segir áhrifafólk í tískuheiminum. Ógeðfelldur ójöfnuður og andúð á lífstíl þeirra ofurríku, sem kunna ekkert annað en að berast á smitast yfir á tískuhönnuði eins og aðra sem eru með fingurinn á púlsinum.

Ofurhannaðir skrautkjólar eins og sjást á rauðu dreglunum þykja orðið hallærislegir. Allt er nú á lágstemmdari og sígildari nótum. Svart og hvítt stendur enn fyrir sínu. Naumhyggja er aftur að ryðja sér til rúms. Ráðin frá tískuritstjórum (fremur en tískuhúsum) eru að koma sér upp góðum grunni af nothæfum fatnaði eins og rykfrakka, þröngu pilsi, buxnadragt og góðum gallabuxum.

Lágstemmdur glæsileiki Carolyn Bessette stenst tímans tönn.
Lágstemmdur glæsileiki Carolyn Bessette stenst tímans tönn.

Tískufyrirmyndirnar núna eru því þær sem berast ekki á og eru glæsilegar á lágstemmdum nótum. Tekið er dæmi af konu eins og Carolyn Bessette eiginkonu John Kennedy yngri en bæði fórust í flugslysi í lok síðustu aldar. Hún vann hjá Calvin Klein og myndir af henni sýna hvernig þessi lágstemmdi elegansi stenst tímans tönn. Lauren Sanchez fylgdarkona eins auðugasta manns heims fellur á hinn bóginn ekki í þennan flokk lágstemmds glæsileika þar sem hún skartar 105 þúsund dollara eða rúmlega 14 milljón króna bleikri Birkin tösku þegar hún fer á kaffihús. Ekki smart!

TENGDAR FRÉTTIR

TOMMA ÚTHÝST ÚR FLOKKI FÓLKSINS

Yfirlýsing: - Kæru landsmenn, með leyfi forseta:  "All good things, must come to an end"  m.ö.o.  allir góðir hlutir taka endi. Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins...

FÍNIR MENN Á FERÐ

"Skemmtilegar myndir af okkur Hallgrími Helgasyni teknar á yfirlitssýningu á verkum Hallgríms til 40 ára á Kjarvalsstöðum," segir Ármann Reynisson vinjettuhöfundur: "Hallgrímur vissi ekki af...

KONUNGLEGAR JÓLAKÚLUR FRÆGRA

Í gjafavöruverlun á Laugavegi eru nýstárlegar jólakúlur komnar í sölu. Úrvalið er mikið, breska konungsfjölskyldan auk annarra frægra af ýmsum sortum. Skemmtileg tilbreyting á...

ÞÚ LAST ÞAÐ FYRST HÉR – FYRIR HÁLFU ÁRI

Vísir hefur í dag birt nokkrar fréttir um að Snorri Másson fjölmiðlamaður ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. Þú last það hinsvegar fyrst hér fyrir...

HALLA HRUND HAFNAÐI ÖLLUM NEMA FRAMSÓKN

Halla Hrund Logadóttir fyrrum forsetaframbjóðandi hafnaði tilboði Samflylkingarinnar um oddvitasætið í Reykjavík suður og tók Framsókn fram yfir. Þar sest hún í fyrsta sæti...

SÆTAR SYNDIR – 22.495 KRÓNUR KÍLÓIÐ

Sætar syndir er srautkökugerð í Kópavogi sem meðal annars framleiðir litfagrar makkarónukökur. En þær kosta sitt: 16 stykki = 200 gr kr. 4.499,- 1 kg...

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Í BRYNJU Á LAUGAVEGI

Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja...

PALESTÍNUSTRÖND 1944

Þetta er strönd í Palestínu 1944. Fjórum árum síðar var Ísraelsríki stofnað.

ALDURSFORSETI ALÞINGIS TIL Í SLAGINN

Tómas A. Tómasson alþingismaður Flokks fólksins er aldursforseti þingsins sem nú verður endurnýjað í boðuðum kosningum. Tommi er ánægður með titilinn: "Ég er 75 ára...

ERLA LOKKAR OG LAÐAR Í RAMMAGERÐ

Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á...

INGA SÆLAND Í HLUTVERKI SOFFÍU FRÆNKU

Í væntanlegri kosningabaráttu, og reyndar allan sinn pólitíska feril, hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið í hlutverki Soffíu frænku eins og við þekkjum...

DULARFULL LOKUN Á NESJAVALLALEIÐ

Öðruvísi fór en til stóð í helgarbíltúr fjölskyldu sem ætlaði til Þingvalla Nesjavallaleið frá Vesturlandsvegi við Geitháls. Risastór skilti hefti leið þar sem varað...

Sagt er...

Þétting byggðar heitir þessi mynd sem tekin var í rigningunni í Reykjavík í dag.

Lag dagsins

Kamala Harris forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunm er sextug í dag. Uppáhaldslag hennar er Freedom með Beyoncé sem hún segist hlusta á í gönguferðum. https://www.youtube.com/watch?v=yh91lO-PU0o