HomeGreinarFORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

FORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

Það ku reimt á Bessastöðum. Fyrrum forsetar hafa orðið varir við vofu Apollóníu Schwarzkopf sem dó þar fyrir réttum þremur öldum eða um Jónsmessu 1725.

Angist Apollóníu
Angist Apollóníu

Appólónía og amtmaðurinn á Bessastöðum, Níels Furhman, höfðu verið trúlofuð um árabil í Kaupmannahöfn. Þegar hann sleit trúlofuninni stefndi Appollónía honum fyrir heitrof og var hann dæmdur til að kvænast henni. Það vildi hann ekki og fór til Íslands 1718, þar sem hann hafði verið skipaður amtmaður. Hæstiréttur í Danmörku staðfesti síðan dóm undirréttar þar sem Níels amtmanni var gert að kvænast henni ellegar borga henni árlega tvo þriðju af launum sínum yrði ekkert af brúðkaupi.

Appolónía sigldi til Íslands með Hólmskipi í sumarbyrjun 1722 til að reyna að fá Níels til að efna heit sitt. Í þrjú ár dvaldi Apollónía á Bessastöðum við erfitt hlutskipti og engar efndir á hjúskparheiti amtmanns. Níels Furhman var kominn með aðra ástkonu, Karen Holm, en móðir hennar Katrín var ráðskona á Bessastöðum. Þessar dönsku konur eru grunaðar um að hafa eitrað fyrir Appolóníu.

Áður en Níels kynntist Appolóníu hafði hann svikið aðra stúlku í tryggðum. Sú veslaðist upp af þunglyndi en áður en hún dó óskaði hún Furhman alls ills og að hann yrði ógæfumaður. Það virðist hafa ræst. Hann dó bitur maður 1733 og er grafinn undir gólfinu í Bessastaðakirkju við hlið Appolóníu. Þar hafa þau legið með sín óuppgerðu mál í þrjár aldir. Appolína reikar því eirðarlaus um nætur á Bessastöðum. Kannski bíður hún nú á þessum tímamótum eftir skilningsríkri og lífsreyndri manneskju í embætti forseta. Sjálf var hún sögð góð og velviljuð kona.

TENGDAR FRÉTTIR

LENGSTA RÚTUFERÐ Í HEIMI – LONDON KALKÚTTA

Á árunum 1957 til 1976 voru reglulegar rútuferðir frá Londin til Kalkútta á Indlandi. 32 þúsund kílómetra leið sem tók 50 daga fram og...

FALLEGAR FLUGFREYJUR

"Sú efsta í stiganum heitir Susann," segir Sigurgeir Orri Sigurgeirsson athafnamaður og bætir við: "Flugfreyjurnar hjá Loftleiðum voru undantekningalaust íðilfagrar. Þekkið þið hinar?"

BYGGINGALÓÐIR VIÐ HÖFNINA BOÐNAR ÚT Á NÝ

Byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið boðinn út og er tilboðsfrestur til 5. júlí...

SKIPSTJÓRINN Á HÓLMABORG VANN PONTIAC Í Í HAPPDRÆTTI DAS 1955

Jens Peder Jensen, skipstjóri á Hólmaborg frá Eskifirði, vann þessa glæsilegu Pontiac bifreið í happdrætti DAS í apríl 1955. Stórmál fyrir hvern sem unnið hefði...

AUSTURSTRÆTI GÖNGUGATA Í SUMAR

Austurstræti verður göngugata í sumar og Pósthússtræti verður vistgata. Breytingin tekur gildi í kringum næstu mánaðamót, eða þegar nýjar merkingar verða komnar upp, og...

RIGNINGIN ROKKAR

"Hvað rigningin leggst vel í mig, þegar hún fær frið til að falla án þess að vera lamin áfram af stormi, og þessi fílingur...

FERÐAFÉLAG BARNANNA SLÆR Í GEGN

Einn allra skemmtilegasti anginn á sterkum meiði Ferðafélags Íslands er Ferðafélag barnanna. Síðustu árin hefur þessi litli félagsskapur stækkað, eflst og þroskast með mjög...

VERÐMESTI SEÐILLINN VIÐ LÝÐVELDISSTOFNUN

"Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill (sjá hér að ofan) og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann...

MEÐ LAUSA SKRÚFU Í JÖKULFJÖRÐUM

„Ég lenti einu sinni í því að ganga með lausa skrúfu í sjö daga ferð um Jökulfirði og Snæfjallaströnd. Ég hafði ökklabrotnað nokkrum árum...

ÞRIGGJA DAGA BÚLLUVEISLA Í KÖBEN

Hamborgarbúlla Tómasar fagnar 10 ára starfsafmæli í Kaupmannahöfn nú um helgina og slær saman við þjóðhátíðardag Íslendinga á morgun með Íslendingapartýi í Tívolí þar...

BÍLASTÆÐASJÓÐUR Í STÓRSÓKN Í MIÐBÆNUM – FÆRIR ÚT VÍGLÍNUR

Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Einkum er um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2 en talningar frá því árslok...

RISASKEIFA Í HÚSDÝRAGARÐINUM

Nýtt listaverk var afhjúpað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en höfundur listaverksins er fyrrum starfsmaður garðsins, Ísleifur Pádraig Friðriksson. Ísleifur hefur sannarlega ekki setið...

Sagt er...

Svona voru þríhjólin fyrir börn 1936, stífbónuð, fallega máluð og með brettum eins og bílar. Nú er öldin önnur og þríhjól ekki svipur hjá...

Lag dagsins

Fæðingardagur Jean-Paul Sartre (1905-1980) franska heimspekingsins og föður existensialismans þar sem fylgjendur höfðu eftir honum að "...helvíti væri annað fólk". Hann var heiðraður með...