HomeGreinarFORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

FORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

Það ku reimt á Bessastöðum. Fyrrum forsetar hafa orðið varir við vofu Apollóníu Schwarzkopf sem dó þar fyrir réttum þremur öldum eða um Jónsmessu 1725.

Angist Apollóníu
Angist Apollóníu

Appólónía og amtmaðurinn á Bessastöðum, Níels Furhman, höfðu verið trúlofuð um árabil í Kaupmannahöfn. Þegar hann sleit trúlofuninni stefndi Appollónía honum fyrir heitrof og var hann dæmdur til að kvænast henni. Það vildi hann ekki og fór til Íslands 1718, þar sem hann hafði verið skipaður amtmaður. Hæstiréttur í Danmörku staðfesti síðan dóm undirréttar þar sem Níels amtmanni var gert að kvænast henni ellegar borga henni árlega tvo þriðju af launum sínum yrði ekkert af brúðkaupi.

Appolónía sigldi til Íslands með Hólmskipi í sumarbyrjun 1722 til að reyna að fá Níels til að efna heit sitt. Í þrjú ár dvaldi Apollónía á Bessastöðum við erfitt hlutskipti og engar efndir á hjúskparheiti amtmanns. Níels Furhman var kominn með aðra ástkonu, Karen Holm, en móðir hennar Katrín var ráðskona á Bessastöðum. Þessar dönsku konur eru grunaðar um að hafa eitrað fyrir Appolóníu.

Áður en Níels kynntist Appolóníu hafði hann svikið aðra stúlku í tryggðum. Sú veslaðist upp af þunglyndi en áður en hún dó óskaði hún Furhman alls ills og að hann yrði ógæfumaður. Það virðist hafa ræst. Hann dó bitur maður 1733 og er grafinn undir gólfinu í Bessastaðakirkju við hlið Appolóníu. Þar hafa þau legið með sín óuppgerðu mál í þrjár aldir. Appolína reikar því eirðarlaus um nætur á Bessastöðum. Kannski bíður hún nú á þessum tímamótum eftir skilningsríkri og lífsreyndri manneskju í embætti forseta. Sjálf var hún sögð góð og velviljuð kona.

TENGDAR FRÉTTIR

FRIÐRIK ÞÓR SELUR VERÐLAUNAGRIPI ÚR BRONSI – BROTAMÁLMSVERÐ Á BRONSI 500 KRÓNUR KÍLÓIÐ

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri vill selja verðlaunagripi sem honum hafa hlotnast hjá Eddunni, Grímunni osfrv. Friðrik segir þetta niðþungar styttur úr bronsi og hann...

SÓLSETUR Á VESTURGÖTU KLUKKAN 21:18

Þessar myndir voru teknar neðst á Vesturgötu í 101 Reykjavík í gærkvöldi klukkan 21:18. Sólin settist hægt og hljótt í vestri.

OLÍUFÉLÖGIN TAKA BÍLAEIGENDUR ÓSMURT Í RA…..

Starsmaður á plani sendir póst: - Djöfull eru íslenskir fjölmiðlar orðnir lélegir þegar kemur að raunverulegu aðhaldi með þessum gróðafíklum sem eiga oliufélögin.  Heimsmarkaðsverð á olíu...

SÁPUÓPERA TRUMPS MEÐ AUGUM FRIÐRIKS INDRIÐA

Friðrik Indriðason blaðamaður birti vangaveltur um fyrri forsetatíð Trumps forseta fyrir sjö árum - og þetta hefur elst vel. Sápuóperan heldur áfram og virðist...

SALALAUG SIGURVEGARI Á PÁSKADAG

Salalaug í Kópavogi var sigurvegari í þjónustu sundstaða á páskadag þegar þar var opið frá10-18. Þær fáu laugar í Reykjavík sem opnuðu gerðu það...

HANNES HÓLMSTEINN VILL BLÓÐPENINGA ÍSLENSKRA KOMMÚNISTA

"Hér voru höfuðstöðvar kommúnistaflokks Búlgaríu í Sofiu, en nú er þar þinghúsið. Eignir kommúnistaflokkanna í Austur-Evrópu voru allar gerðar upptækar. Hvers vegna var hið...

SKOPLEGAR PÁSKAKVEÐJUR MOGGANS

Morgunblaðið óskar lesendum sínum gleðilegra páska með forsíðumynd af tveimur krökkum með páskaegg í skógarrjóðri. Inn í blaðinu eru svo tvær mismundandi skopmyndir að...

HELGI FÖSTUDAGSINS LANGA LÆTUR UNDAN SÍGA

Nettó opnaði klukkan 8:00 á föstudaginn langa og Krónan og Bónus fylgdu með nokkrum mínútum síðar. Opinberir starfsmenn fengu frí allir sem einn en...

„ÁRMANNS ART“

Ármann Reynisson sendir myndskeyti: - "SKEMMTILEG MYND SEM ELÍSA B. GUÐMUNDSDÓTTIR LJÓSMYNDARI TÓK AF ÁRMANNI REYNISSYNI VIÐ MYNDATÖKU AF FORSETAHJÓNUNUM HÖLLU TÓMASDÓTTUR OG BIRNI SKÚLASYNI VIÐ...

CATE BLANCHETT HÆTTIR AÐ LEIKA

Stórstjarnan Cate Blanchett segir skilið við leiklistina á  toppi ferils síns og segir: "Ég hætti til að gera eitthvað annað við líf mitt." Cate segist...

SESAR SALAT DAUÐANS

Þetta Sesar salat er vinsælt á borðum auðkýfinga í matarveislum þar sem boðið er upp á grilluð og steikt dýr í útrýmingarhættu. Borið fram...

GUÐNÝ HEILAR BÆÐI MENN OG DÝR

Frá Sálarrannsóknarfélaginu: - Guðný Hallsdóttir miðill og heilari verður hjá okkur sunnudaginn 4.maí. Guðný hefur verið næm alla tíð. Hún hefur frá því hún man eftir...

Sagt er...

Gerður Pálmadóttir, Gerður í Flónni (1948-2025). Frumkvöðull í sölu á notuðuð fötum og svo mörgu öðru. Og hún kunni að auglýsa:

Lag dagsins

Frægasti kvikmyndaleikari sinnar samtíðar, Jack Nicholson, er afmælisbarn dagsins (88). Hann hefur fyllt kvikmyndahús um áratugaskeið þó hann virðist alltaf vera að leika sjálfan...