HomeGreinarFORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

FORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

Það ku reimt á Bessastöðum. Fyrrum forsetar hafa orðið varir við vofu Apollóníu Schwarzkopf sem dó þar fyrir réttum þremur öldum eða um Jónsmessu 1725.

Angist Apollóníu
Angist Apollóníu

Appólónía og amtmaðurinn á Bessastöðum, Níels Furhman, höfðu verið trúlofuð um árabil í Kaupmannahöfn. Þegar hann sleit trúlofuninni stefndi Appollónía honum fyrir heitrof og var hann dæmdur til að kvænast henni. Það vildi hann ekki og fór til Íslands 1718, þar sem hann hafði verið skipaður amtmaður. Hæstiréttur í Danmörku staðfesti síðan dóm undirréttar þar sem Níels amtmanni var gert að kvænast henni ellegar borga henni árlega tvo þriðju af launum sínum yrði ekkert af brúðkaupi.

Appolónía sigldi til Íslands með Hólmskipi í sumarbyrjun 1722 til að reyna að fá Níels til að efna heit sitt. Í þrjú ár dvaldi Apollónía á Bessastöðum við erfitt hlutskipti og engar efndir á hjúskparheiti amtmanns. Níels Furhman var kominn með aðra ástkonu, Karen Holm, en móðir hennar Katrín var ráðskona á Bessastöðum. Þessar dönsku konur eru grunaðar um að hafa eitrað fyrir Appolóníu.

Áður en Níels kynntist Appolóníu hafði hann svikið aðra stúlku í tryggðum. Sú veslaðist upp af þunglyndi en áður en hún dó óskaði hún Furhman alls ills og að hann yrði ógæfumaður. Það virðist hafa ræst. Hann dó bitur maður 1733 og er grafinn undir gólfinu í Bessastaðakirkju við hlið Appolóníu. Þar hafa þau legið með sín óuppgerðu mál í þrjár aldir. Appolína reikar því eirðarlaus um nætur á Bessastöðum. Kannski bíður hún nú á þessum tímamótum eftir skilningsríkri og lífsreyndri manneskju í embætti forseta. Sjálf var hún sögð góð og velviljuð kona.

TENGDAR FRÉTTIR

EINBÝLISHÚS Á 55 MILLJÓNIR – 264 FERMETRAR

Nú er tækifærið til að tryggja sér einbýlishús á verði sem flestir ráða við - 55 milljónir og þetta eru 263 fermetrar. Sex herbergi,...

KOSTAR 4 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI AÐ BÚA Í HÚSINU – ESTER SELUR PELSHÖLLINA Í LAUGARÁSNUM

Fasteignamógúll skrifar: - Til sölu er nú hús þeirra hjóna í Pelsinum, Esterar og Kalla, en hann er nýlega fallinn frá. Þarna hafa þau búið í...

FORSÍÐUBRANDARI MOGGANS

Moggamenn geta verið fyndnir án þess að hafa hugmynd um það. Þetta er forsíða dagsins þar þar sem andstæðurnar kallast listilega á og lesendur...

DAUÐINN VINSÆLL TIL DRYKKJAR

Íslendingar voru fyrstir til þess bókstaflega að tengja áfengi við dauðann. Brennivín hefur lengst af verið kallað Svartidauði. Siglfirski athafnamaðurinn Valgeir Sigurðsson framleiddi Black...

VARIST GLUGGASÆTI Í LÖNGU FLUGI

"Það getur skipt máli fyrir heilsu þína hvar þú situr þegar þú ferð í flug, sérstaklega löng flug. Rannsóknir benda til að það sé...

EUROVISIONFARINN SEM ALDREI FÓR SAFNAR FYRIR PLÖTU Á KAROLINA FUND

Bashar Murad, Eurovisionfari Íslendinga sem aldrei fór þó hann hefði sigrað, safnar nú fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund. Hann setur markið á...

LÁRÉTT STUÐLABERG ENGIN NÝJUNG

Lárétt stuðlaberg í útveggJum bygginga er engin nýjung eins og ætla mætti í umræðum um lárétta stuðlabergið í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans á Hafnartorgi. Lárétt stuðlaberg...

BASSALEIKARI STONES MEÐ SÓLÓPLÖTU

Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari The Rolling Stones, hefur tilkynnt um nýja plötu sína DRIVE MY CAR, sem kemur út 9. ágúst. Wyman hefur vísað...

HAFDÍS HULD TOPPAR ÍSLENSKA SPOTIFY HLUSTUN

Tónelskur skrifar: - Ekki Bríet, ekki GDRN, ekki Herbert Guðmundsson, ekki Helgi fokking Björns, ekki Patrekur, ekki Aron Can. Nei, það er Hafdís Huld sem hefur mestu...

GAMAN SAMAN Í SUMARBORGINNI REYKJAVÍK

Reykjavíkurborg tilkynnir: - Sumarborgin iðar af lífi og í samvinnu við í listafólk og hönnuði, plötusnúða og tónlistarfólk geta gestir gert sér dagamun í miðborginni í...

WATSON BJARGAÐI ÍSLENSKA HUNDINUM FRÁ ÚTRÝMINGU – DAGUR ÍSLENSKA HUNDSINS Í DAG

Dagur íslenska hundsins er í dag, 18 . júlí, sem er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu. Á vefnum Íslenski...

ÆVINTÝRALEG ÚTILISTAVERK Í HAFNARFIRÐI

"Rafmagns- og símakassar, snjóbræðslugrind og brunnur í Strandgötunni, öðlast nýtt líf í meðförum listamannsins @tjuanpicturesart," segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstýra í Hafnarfirði í susmarskapi og...

Sagt er...

„Verkstjóri, prentari og sjómaður hlutu happdrættisvinninga DAS, sem voru að þessu sinni vélbátúrinn Búlandstindur, Fordbifreið og Vespabifhjól,“ segir í Sjómannadagblaðinu Víkingi 1. júní 1956....

Lag dagsins

Rita Marley, eiginkona reggístjörnunnar Bob heitins Marley, er afmælisbarn dagsins (78). Rita er söngkona og var í sveitinni I Threes sem í voru bakraddasöngkonur...