HomeGreinarFORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

FORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

Það ku reimt á Bessastöðum. Fyrrum forsetar hafa orðið varir við vofu Apollóníu Schwarzkopf sem dó þar fyrir réttum þremur öldum eða um Jónsmessu 1725.

Angist Apollóníu
Angist Apollóníu

Appólónía og amtmaðurinn á Bessastöðum, Níels Furhman, höfðu verið trúlofuð um árabil í Kaupmannahöfn. Þegar hann sleit trúlofuninni stefndi Appollónía honum fyrir heitrof og var hann dæmdur til að kvænast henni. Það vildi hann ekki og fór til Íslands 1718, þar sem hann hafði verið skipaður amtmaður. Hæstiréttur í Danmörku staðfesti síðan dóm undirréttar þar sem Níels amtmanni var gert að kvænast henni ellegar borga henni árlega tvo þriðju af launum sínum yrði ekkert af brúðkaupi.

Appolónía sigldi til Íslands með Hólmskipi í sumarbyrjun 1722 til að reyna að fá Níels til að efna heit sitt. Í þrjú ár dvaldi Apollónía á Bessastöðum við erfitt hlutskipti og engar efndir á hjúskparheiti amtmanns. Níels Furhman var kominn með aðra ástkonu, Karen Holm, en móðir hennar Katrín var ráðskona á Bessastöðum. Þessar dönsku konur eru grunaðar um að hafa eitrað fyrir Appolóníu.

Áður en Níels kynntist Appolóníu hafði hann svikið aðra stúlku í tryggðum. Sú veslaðist upp af þunglyndi en áður en hún dó óskaði hún Furhman alls ills og að hann yrði ógæfumaður. Það virðist hafa ræst. Hann dó bitur maður 1733 og er grafinn undir gólfinu í Bessastaðakirkju við hlið Appolóníu. Þar hafa þau legið með sín óuppgerðu mál í þrjár aldir. Appolína reikar því eirðarlaus um nætur á Bessastöðum. Kannski bíður hún nú á þessum tímamótum eftir skilningsríkri og lífsreyndri manneskju í embætti forseta. Sjálf var hún sögð góð og velviljuð kona.

TENGDAR FRÉTTIR

ÁSTARSAGA SKERJAFJARÐARSKÁLDSINS

"Í dag, 16. 11. 2025, eru liðin níu ár frá því að við Olga kynntumst," segir Kristján Hreinsson oft nefndur Skerjafjarðarskáldið: "Þetta byrjaði með einni...

BORGARSTJÓRI FELLIR OSLÓARTRÉ Í HEIÐMÖRK OG GEFUR ANNAÐ TIL FÆREYJA

Það var fallegt um að litast í Heiðmörk í hádeginu í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri felldi Oslóartréð sem prýðir Austurvöll yfir hátíðarnar. Þótt...

JÓI FEL KOKKAR FYRIR KÆRUSTUNA HJÁ HINU OPINBERA

Stjörnubakarinn Jói fel hefur verið að kokka á Litla Hrauni sem kunnugt er af fréttum. Urgur er í nokkrum matreiðslumeisturum sem höfðu áhuga á...

EIGINKONU SNORRA MÁSSONAR MISBOÐIÐ

"Í morgun birtist flennistór mynd af tveggja ára gömlum syni mínum á Vísi.is undir fyrirsögninni: „Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu.“ segir Nadine Guðrún...

KÓNGURINN MEÐ GRÆNU FINGURNA Á AFMÆLI Í DAG

Karl Bretakonungur er 77 ára í dag. Ætla mætti að erfitt væri að finna afmælisgjöf fyrir mann sem metinn er á 2 milljarða punda...

UPPÁHALDSBÍÓMYNDIR PÁFANS Í RÓM

Hlollywoodstjörnur streyma til Rómar um helgina til fundar við Leó páfa í Vatikaninu. Tilefnið er hefðbundin hátíð Páfagarðs - World of Cinema á laugardaginn.-Meðal...

HUMARHALAR, FILET MIGNON OG KONÍAK Í LOFTLEIÐAFERÐ TIL NEW YORK NÆSTA VOR

Hafin er kynning á væntanlegri Loftleiðaferð til New York næsta vor á vegum Sögufélags Loftleiða í tilefni af að 80 ár eru liðin frá...

EITRAÐ FYRIR ELDRI BORGARA Á ELLIHEIMILI

"Ég hef undanfarin misseri setið nokkra daga í viku á Eirhömrum. Ég kann því vel, starfsfólkið hvert öðru betra, kaffið gott og margt forvitnilegt...

HELGI MAGNÚS VÆRI NÚ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI HEFÐI HANN EKKI AFÞAKKAÐ AÐ VERÐA VARARÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

Brotthvarf Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra tekur á sig ýmsar myndir. Hér er ein: Þegar Helgi Magnús Gunnarsson var flæmdur úr embætti vararíkissaksóknara fyrir skemmstu reyndi nýr...

ÞÓRHALLUR STOFNAR MINNSTA FJÖLMIÐIL LANDSINS

Þórhallur Gunnarsson margreyndur stjórnandi ljósvakamiðla um áratugaskeið hefur stofnað minnsta fjölmiðil landsins sem hann nefnir Klaki Stúdíó en Klaki heitir heimiliskötturinn hans. Þórhallur tilkynnir...

NÝI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN OG ÓLAFUR RAGNAR ERU BRÆÐRASYNIR

Grímur Hergeirsson, nýr ríkislögreglustjóri, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, eru bræðrasynir. Það er svona í pottinn búið skv. upplýsingum frá Sigurði Boga...

HEIMIR KAUPIR KÓTILETTUR – VARÐ HISSA

Heimir Karlsson morgunhani á Bylgjunni fór í kótilettu leiðangur og það gekk svona fyrir sig: - "8 litlar - má jafnvel færa rök fyrir því að...

Sagt er...

Tónlistarstjarnan Bríet fór til Nashville og kom heim kántrí. Hún er að leggja heiminn að fótum sér. https://www.youtube.com/watch?v=2EZhExWEBFc

Lag dagsins

Hún var samferðakona Bítlanna og fleiri breskra hljómsveita sem sprungu út á sjöunda áratugnum og lögðu ekki aðeins Breska heimsveldið að fótum sér heldur...