HomeGreinarFORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

FORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

Það ku reimt á Bessastöðum. Fyrrum forsetar hafa orðið varir við vofu Apollóníu Schwarzkopf sem dó þar fyrir réttum þremur öldum eða um Jónsmessu 1725.

Angist Apollóníu
Angist Apollóníu

Appólónía og amtmaðurinn á Bessastöðum, Níels Furhman, höfðu verið trúlofuð um árabil í Kaupmannahöfn. Þegar hann sleit trúlofuninni stefndi Appollónía honum fyrir heitrof og var hann dæmdur til að kvænast henni. Það vildi hann ekki og fór til Íslands 1718, þar sem hann hafði verið skipaður amtmaður. Hæstiréttur í Danmörku staðfesti síðan dóm undirréttar þar sem Níels amtmanni var gert að kvænast henni ellegar borga henni árlega tvo þriðju af launum sínum yrði ekkert af brúðkaupi.

Appolónía sigldi til Íslands með Hólmskipi í sumarbyrjun 1722 til að reyna að fá Níels til að efna heit sitt. Í þrjú ár dvaldi Apollónía á Bessastöðum við erfitt hlutskipti og engar efndir á hjúskparheiti amtmanns. Níels Furhman var kominn með aðra ástkonu, Karen Holm, en móðir hennar Katrín var ráðskona á Bessastöðum. Þessar dönsku konur eru grunaðar um að hafa eitrað fyrir Appolóníu.

Áður en Níels kynntist Appolóníu hafði hann svikið aðra stúlku í tryggðum. Sú veslaðist upp af þunglyndi en áður en hún dó óskaði hún Furhman alls ills og að hann yrði ógæfumaður. Það virðist hafa ræst. Hann dó bitur maður 1733 og er grafinn undir gólfinu í Bessastaðakirkju við hlið Appolóníu. Þar hafa þau legið með sín óuppgerðu mál í þrjár aldir. Appolína reikar því eirðarlaus um nætur á Bessastöðum. Kannski bíður hún nú á þessum tímamótum eftir skilningsríkri og lífsreyndri manneskju í embætti forseta. Sjálf var hún sögð góð og velviljuð kona.

TENGDAR FRÉTTIR

LÆKNIR MEÐ LANDRIS Í KVIÐNUM

"Á aðventunni fann ég fyrir landrisi vinstra megin í kviðnum," segir Lýður Árnason læknir og baráttumaður fyrir betra Íslandi: "Taldi þetta þýðingarlaust en um áramót...

LEYNILEGAR UNDIRSKRIFTIR GEGN BJARNA BEN

Þrátt fyrir að yfir 30 þúsund manns hafi skráð andstöðu sína á Ísland.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stól forsætisráðherra, þá birta 6 af...

VINNUSTOFAN KJARVAL OPNAR GALLERÍ ÞAR SEM ÁÐUR SÁTU ÞINGMENN

Eigendur Vinnustofu Kjarval í Austurstræfi 10 eru að opna gallerí með glæsilegum sýningarsal á hæðinni fyrir neðan sjálfa Vinnustofuna en á þeirri hæð voru...

VINDMYLLUHUGMYNDIR NORÐMANNA HÉR Á LANDI LÚSUGAR EINS OG LAXARNIR ÞEIRRA

"Sagt er að sígandi lukka sé best," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri í rafrænni morgunhugleiðingu sinni: "Ísland ætti að skapa sér ímynd sem...

PAWEL BARTOSZEK EDRÚ Í 30 DAGA – ÞETTA GERÐIST!

"Dagur 30 í áfengispásu," segir Pawel Batoszek borgarfulltrúi í Reykjavík og þá gerðust þessi ósköp: "Kominn með tvær aukavinnur, hef mætt í ræktina 5 daga...

NETSAMBAND Í BÍLAKJÖLLURUM

Stórum fjölbýlishúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár og hafa stór fjölbýlishverfi byggst upp víða um höfuðborgarsvæðið. Þessum hverfum fylgja oft niðurgrafnir bílastæðakjallarar með einkabílastæðum sem fylgja...

JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESI VALDA HRÆÐSLU Í NEW JERSEY OG NEW YORK

"Frá Reykjanesi til New Jersey? Það var virkilega pínulítill jarðskjálfti, mældist 4,8 á magnitude mælikvarða, en það hrærði mikið í hræðslu og spekúleringum í...

ROYAL BÚÐINGUR Á KALDABAR

Þessi spaði mætti á Kaldabar á Klapparstíg síðdegis í gær kyrfilega merktur Royal súkkulagðibúningi. Vakti hann athygli viðstaddra eins og algengt er þegar frávik...

GLASGOW VIÐ VESTURGÖTU 1885

Glasgow við Vesturgötu var stærsta hús landsins á sínum tíma segir Klemenz Jónsson í Sögu Reykjavíkur. Það var reist 1863 af skosku verslunarfélagi. Þar...

SIGURÐUR G. ER GYÐINGUR EN AFÞAKKAR ÍSRAELSKT RÍKISFANG

Ein formóðir mín í kvenlegg hét Helga og kom frá Færeyjum þar sem foreldrar hennar voru kaupmenn, gyðingar frá Slésvík Holtsetalandi," segir Sigurður G....

ÁTTA ÞÚSUND MANNS Í STARTHOLUNUM – STÓRI PLOKKDAGURINN NÁLGAST

Stóri plokkdagurinn verður haldin um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra...

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar: - Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að...

Sagt er...

Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem...

Lag dagsins

Andy Garcia, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Vincent Mancini í Godfather III, er afmælisbarn dagsins (68). Hann er frá Kúpu og tekur hér Abba...