HomeGreinarPÓLITÍSK ÁHRIF Á TÍSKUNA - EKKI SKARTA AUÐI

PÓLITÍSK ÁHRIF Á TÍSKUNA – EKKI SKARTA AUÐI

Ástandið í heiminum hefur áhrif á tískuna, segir áhrifafólk í tískuheiminum. Ógeðfelldur ójöfnuður og andúð á lífstíl þeirra ofurríku, sem kunna ekkert annað en að berast á smitast yfir á tískuhönnuði eins og aðra sem eru með fingurinn á púlsinum.

Ofurhannaðir skrautkjólar eins og sjást á rauðu dreglunum þykja orðið hallærislegir. Allt er nú á lágstemmdari og sígildari nótum. Svart og hvítt stendur enn fyrir sínu. Naumhyggja er aftur að ryðja sér til rúms. Ráðin frá tískuritstjórum (fremur en tískuhúsum) eru að koma sér upp góðum grunni af nothæfum fatnaði eins og rykfrakka, þröngu pilsi, buxnadragt og góðum gallabuxum.

Lágstemmdur glæsileiki Carolyn Bessette stenst tímans tönn.
Lágstemmdur glæsileiki Carolyn Bessette stenst tímans tönn.

Tískufyrirmyndirnar núna eru því þær sem berast ekki á og eru glæsilegar á lágstemmdum nótum. Tekið er dæmi af konu eins og Carolyn Bessette eiginkonu John Kennedy yngri en bæði fórust í flugslysi í lok síðustu aldar. Hún vann hjá Calvin Klein og myndir af henni sýna hvernig þessi lágstemmdi elegansi stenst tímans tönn. Lauren Sanchez fylgdarkona eins auðugasta manns heims fellur á hinn bóginn ekki í þennan flokk lágstemmds glæsileika þar sem hún skartar 105 þúsund dollara eða rúmlega 14 milljón króna bleikri Birkin tösku þegar hún fer á kaffihús. Ekki smart!

TENGDAR FRÉTTIR

HELGI Í FÓTSPOR BUBBA

Stórstjarnan Helgi Björns fetar í fótspor Bubba Morthens og hefur látið útbúa myndverk með textabrotum úr vinsælum lögum sínum: "Ég vildi láta ykkur vita að...

TOMMI TÝNIR KETTI

Hjálparbeiðni: - Þessi dásamlega kisa sem heitir Jasmin er týnd. Hún býr í Mjóstræti i Grjótaþorpi. Ef þið verðið vör við hana hafið samband við Tomma...

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

Sagt er...

Sjá upprunalega frétt hér.

Lag dagsins

Hin eina sanna Björk er 59 ára í dag. Til hamingju Ísland!