HomeGreinarFORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

FORSETINN MÁ EKKI VERA MYRKFÆLINN

Það ku reimt á Bessastöðum. Fyrrum forsetar hafa orðið varir við vofu Apollóníu Schwarzkopf sem dó þar fyrir réttum þremur öldum eða um Jónsmessu 1725.

Angist Apollóníu
Angist Apollóníu

Appólónía og amtmaðurinn á Bessastöðum, Níels Furhman, höfðu verið trúlofuð um árabil í Kaupmannahöfn. Þegar hann sleit trúlofuninni stefndi Appollónía honum fyrir heitrof og var hann dæmdur til að kvænast henni. Það vildi hann ekki og fór til Íslands 1718, þar sem hann hafði verið skipaður amtmaður. Hæstiréttur í Danmörku staðfesti síðan dóm undirréttar þar sem Níels amtmanni var gert að kvænast henni ellegar borga henni árlega tvo þriðju af launum sínum yrði ekkert af brúðkaupi.

Appolónía sigldi til Íslands með Hólmskipi í sumarbyrjun 1722 til að reyna að fá Níels til að efna heit sitt. Í þrjú ár dvaldi Apollónía á Bessastöðum við erfitt hlutskipti og engar efndir á hjúskparheiti amtmanns. Níels Furhman var kominn með aðra ástkonu, Karen Holm, en móðir hennar Katrín var ráðskona á Bessastöðum. Þessar dönsku konur eru grunaðar um að hafa eitrað fyrir Appolóníu.

Áður en Níels kynntist Appolóníu hafði hann svikið aðra stúlku í tryggðum. Sú veslaðist upp af þunglyndi en áður en hún dó óskaði hún Furhman alls ills og að hann yrði ógæfumaður. Það virðist hafa ræst. Hann dó bitur maður 1733 og er grafinn undir gólfinu í Bessastaðakirkju við hlið Appolóníu. Þar hafa þau legið með sín óuppgerðu mál í þrjár aldir. Appolína reikar því eirðarlaus um nætur á Bessastöðum. Kannski bíður hún nú á þessum tímamótum eftir skilningsríkri og lífsreyndri manneskju í embætti forseta. Sjálf var hún sögð góð og velviljuð kona.

TENGDAR FRÉTTIR

AMERICANO VÍKUR FYRIR KANADÍSKUM Á KAFFIHÚSUM

Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte...

TOLLI ELSKAR TENE

"Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar...

MARTA SMARTA KENNIR Í HÁSKÓLANUM

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands. Hún er sögð koma inn í tímana...

EYMUNDSSON LOKAR KAFFIHÚSI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eymundsson á Skólavörðustíg lokar kaffihúsinu í búðinni. Verið að endurnýja verslunin sem opnar aftur í vikunni eftir breytingar - en ekkert kaffihús.

ÉG HEF EKKERT AÐ SEGJA…

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans: - ég hef ekkert að segja - undarlegasta en um leið gleðilegasta setning tungumálsins - því að ef einhver...

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

LANDPÓSTUR LEGGUR AF STAÐ ÚR REYKJAVÍK

"Það biðu örugglega margar heimasæturnar og bændasynirnir í ofvæni eftir að þessi maður birtist í túnfætinum með sitthvað skemmtilegt í farteskinu," segir Sverrir Þórólfsson...

HEILAÍGRÆÐSLUR MUSK VALDA ÓTTA

Elon Musk hefur þróað gervigreindarflögur til ígræðslu í heila sem eiga að örva, hressa, kæta og bæta hugsunina. Málið er umdeilt og sagt hættulegt...

Sagt er...

"Einhver er nú innkoman hjá Max," segir Ari Sigvaldason ljósmyndari og kaupmaður á Skólavörðustíg og birtir mynd af dyrasíma þar sem Max Mustermann í...

Lag dagsins

Bandaríski lagahöfundurinn Neil Sedaka er afmælisbarn dagsins, orðinn 86 ára. Lög hans smullu á vesturhvel jarðar eitt af öðru enda ferillinn orðin langur, 60...