HomeGreinar80 ÁR FRÁ FÆÐINGU ÁRNA JOHNSEN

80 ÁR FRÁ FÆÐINGU ÁRNA JOHNSEN

Í gær hefði Árni Johnsen orðið áttræður. Gísli Helgason tónlistarmaður úr Eyjum minnist hans með skrautlegri sögu.

Árni gat oft verið mjög uppátækjasamur. Kannski er í lagi að rifja upp smá sögu þar sem ég blandaðist óvart inn í.

Þegar félagið Vísnavinir starfaði héldum við svokölluð vísnakvöld, fyrst á Borginni og svo í Þjóðleikhúskjallaranum og víðar. Daginn sem ég varð þrítugur, það var á mánudegi var vísnakvöld. Fljótlega þegar ég kom niður í Þjóðleikhúskjallara kom Árni, sagði mér að hann ætlaði að raula ljóðið Eyvindarstaðaheiði eftir Indriða G. Þorsteinssom en hann væri búinn að semja lag við kvæðið. Árni sagðist vera með einn úr meirihluta þjóðarinnar sem gæti ekki tjáð sig um verk manna að eyðileggja ekki beitilönd. Hann væri með veturgamlan hrút með sér til þess að leggja áherslu á efni kvæðisins. Svo spurði hann hvernig hann gæti komið hrútnum inn í kjallarann. Við fundum út úr því vinirnir og svo hófst kvöldið. Man ekki hvort Eyfi var kynnir eða einhver annar.

Dagskráin hófst og svo var komið að Árna sem kynnti kvæðið og náði í leynigestinn.

Hrúturinn steig á svið, var tiltölulega rólegur og át hey sem Árni hafði komið með og hrútur skildi eftir sig nokkur spörð á sviðinu. Það varð algjört uppistand á meðal gesta og menn vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið og einhverjir vorkenndu hrútnum.

Svo hóf Árni gítarinn í fang sér og byrjaði að spila og syngja. Hrútnum varð ekki um sel, stangaði gítarinn og rauk út á gólf. Nokkrir hrútvanir menn og eitt fljóð fönguðu hrútinn, fóru með hann afsíðis og þar fékk hann næði til þess að eta nóg af heyi.

Það urðu nokkur eftirmál á milli mín og dyravarðanna sem sögðu að kjallarinn væri fyrir fólk en ekki fyrir skítandi hrúta. Ég spurði hvort það væri eitthvað verra að þrífa upp spörð eftir einn hrút eða ælur eftir fólk, dauðadrukkið. Lyktir urðu þær að dyraverðir kváðu upp úr með það að hrúturinn hefði ekki verið nógu vel klæddur og þar að auki langt undir lögaldri. Ég og við dyraverðir skildum nokkuð sáttir og ég baðst afsökunar á ungum aldri hrútsins. Líklega hefur hrútur ekki komið síðan í Þjóðleikhúskjallarann.“

TENGDAR FRÉTTIR

KASTALAKAFFI MEÐ ÚTIBÚ Í GARÐASTRÆTI

Hjálpræðisherinn er að undirbúa útrás fyrir Kastalakaffi sitt í nýja Herkastalanum við Suðurlandsbraut sem orðið er eitt vinsælasta kaffihús í Reykjavík og þá ekki...

SÓLBEKKUR – SNJÓBEKKUR

Sólbekkur með hreinu hvítu undirlagi, gerist ekki betra. Ískalt undirlag styður við alla bakhluta og kælir bakverki.

EINBÝLISHÚS Á 48 MILLJÓNIR

Einbýlishúsið Hvammstangabraut 7 á Hvammstanga er til sölu og verðið án hliðstæðu - 48 milljónir. Húsið er skráð 127,9 fermetrar, byggt úr steinsteypu árið...

INGA SÆLAND ER HRÓI HÖTTUR

"Held það væti gott fyrir Sjàlfstæðismenn að lesa söguna um Hróa Hött og rifja upp hvernig átökin við yfirvaldið fóru þar," segir Edvard Skúlason...

MORGUNBLAÐIÐ HEITIR NÚ SÆLANDSFRÉTTIR

Þetta myndverk eftir fjöllistamanninn Hallgrím Helgason heitir "Morgunblaðið heitir nú Sælandsfréttir".

ÓTRÚLEGAR STYTTUR

Hvernig er þetta hægt? Í fljótu bragði virðst það vera taskan sem heldur öllu saman. En er það svo?

BOÐSKORT

Verið velkomin á listamanna spjall og upplestur með Claudiu Hausfeld og Gabriel Dunsmith í Nýlistasafninu á Löngum fimmtudegi þann 30. janúar kl. 18:00. Claudia mun...

GIULIA RANNSKAR LITI Í HANDRITUNUM – GULUR, RAUÐUR GRÆNN OG BLÁR

Doktorsneminn Giulia Zorzan er að rannsaka litað blek sem notað var í elstu íslensku handritunum frá 12. og 13. öld. Hún leggur meginþungann á...

MESTAR LÍKUR Á HJARTAÁFALLI Á MÁNUDAGSMORGNUM

"Hjartað okkar er mikil undrasmíð en eins og með okkur flest á hjartað okkar sínar erfiðu stundir og þá er meiri hætta á því...

SNJÓFLÓÐAHÆTTA Í MIÐBÆNUM

Miðbæjarmaður sendir póst: - Snjóflóðahætta á Laugavegi. Vantar snjóflóðavarnir sem eru ekki á fjölmörgum byggingum við Laugaveg með hallandi þak. Þar geta mörg hundruð kíló af...

LEITIN AÐ ORÐUM FYRIR ÚTLENDINGA

Bókin Leitin að orðum er komin út og er ætluð fyrir: Fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku eða eru...

BJÖRK RÍFUR MÚRINN Í FYRSTA SJÓNVAPSVIÐTALI Í 10 ÁR

Björk ræðir við Zane Lowe á AppleMusicLive - fyrsta sjónvarpsviðtal hennar í 10 ár. https://www.youtube.com/watch?v=0mGUk6WEUu4

Sagt er...

Kindahópur leitar skjóls í strætisvagnaskýli á rigningardegi á Írlandi.

Lag dagsins

Harry Styles, söngvari breska strákabandsins One Direction, er afmælisbarn dagsins (31). Á sólóferli sínum sem tónlistarmaður og kvikmyndaleikari hefur hann haft gríðarlega áhrif á...