HomeGreinarMELÓDÍUR MINNINGANNA - GUÐRÚNAR Á. SÍMONAR 100 ÁRA

MELÓDÍUR MINNINGANNA – GUÐRÚNAR Á. SÍMONAR 100 ÁRA

„Mig langar að heiðra með nokkrum orðum 100 ára minningu söngkonunnar góðu, Guðrúnar Á. Símonar, sem var ein af okkar albestu er hér á landi hafa komið fram. Það er svo sem löngu vitað,“ segir Jón Kr. Ólafsson söngvari – Melódíur minninganna í Bíldudal – í minningagrein í Morgunblaðinu í dag:

 

„Guðrún var ung þegar hún kom fyrst fram, um 15 ára, þá mest meðal vina og kunningja. Á sínum tíma kom svo að því að Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri heyrði Guðrúnu syngja og eftir það söng hún með hljómsveit hans um nokkurra ára skeið og kom þá fyrst fram í útvarpi, þá um 17 ára gömul. Hreif hún alla sem til heyrðu með söng sínum og var þá stundum kölluð Deanna Durbin Reykjavíkur eða bara Íslands. Guðrún fór snemma til náms til útlanda, til Bretlands og Ítalíu. Hún söng inn á margar plötur, þar má nefna Fálkann og Íslenska tóna. Á seinni árum gáfu SG hljómplötur út þriggja platna sólóalbúm. Einnig gáfu SG hljómplötur út jólaplötu þar sem Guðrún og Guðmundur Jónsson sungu saman. Síðan var það á 40 ára söngafmæli hennar þegar Guðrún ásamt mörgum öðrum söngvurum kom fram. Þau fylltu Háskólabíó fimm sinnum sem var glæsilegt og öllum til sóma. Ég vil líka í þessum skrifum heiðra minningu tveggja listamanna sem voru á sama aldri og Guðrún Á., en þeir eru Haukur Morthens söngvari og Hannes Pálsson ljósmyndari. Ég þakka þeim öllum góð kynni mér til handa. Með vinsemd og virðingu, Jón Kr. Ólafsson söngvari.“

Tengd frétt:

TENGDAR FRÉTTIR

EKKI BARA ELON MUSK

Elon Musk hefur verið gagnrýndur fyrir að nota Hitlers-kveðju á framboðsfundi Trumps vestra. En hann er ekki einn um það. Allir hinir hafa gert...

KAFFI KJÓS TIL SÖLU

"Langar þig ekki í sveitina og skapa þína eigin vinnu? Er ekki tilvalið tækifæri að kaupa Kaffi Kjós og gera það að sínu?," spyrja...

106 HÚSNÆÐISEININGAR FYRIR HEIMILISLAUSA

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag endurskoðaða aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sem gildir til ársins 2027. Skaðaminnkandi,...

SÍÐASTI SKÓSMIÐURINN Í MIÐBÆNUM LOKAR

Daníel skósmiður á Grettisgötu 3 lokar skóvinnustofu sinni um næstu mánaðamót og þar með hverfur síðasti skósmiðurinn í miðbænum. Upphaflega stofnaði Þráinn skósmiður þarna verkstæði...

REGÍNA Í ÁFALLI EFTIR KAFFIHÚSAFERÐ Í 101

"Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði...en því betur fer voru vöfflurnar og latte...

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

Sagt er...

Óskar Magnússon rithöfundur, lögfræðingur, bóndi og stjórnarformaður Eimskips les upp úr Apabók sinni í Hannesarholti á Grundarstíg í hádeginu næsta laugardag og segir: "Nú verður...

Lag dagsins

Súpertenórin Placido Domingo er 84 ára í dag. Það syngur hver með sínu nefi og það á sannarlega við um afmælisbarnið. https://www.youtube.com/watch?v=3BJgkV6cOGE