„Hún langalangaamma mín, Guðrún Þórðardóttir, var dæmd til dauða árið 1857 fyrir það að eignast barn sem var getið af fósturföður hennar,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi sem var að grúska í ættfræði sinni:
„Dómnum var aldrei fullnægt. Frá henni eru komnir 1886 afkomendur, nú á lífi eru 1.783 einstaklingar. Hvorki ég né þau hefðum nokkurn tímann orðið til hefði dómnum yfir langalangömmu verið framfylgt.“