„Eistneskir þingmenn sungu afmælissönginn fyrir Jón Baldvin Hannibalsson í Riigikogu, eistneska þinghúsinu í gær,“ segir Þórir Guðmundsson fjölmiðlamaður og nú starfsmaður Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi á vegum íslenska ríkisins:
„Tilefnið var að honum hafði verið boðið að halda ræðu um aðdraganda þess að Ísland tók forystu um að viðurkenna endurreisn sjálfstæðis Eista árið 1991. Ræðuna hélt Jón Baldvin á sínum 85. afmælisdegi. Þarna er kona hans, Bryndís Schram, til vinstri en hægra megin er Kersti Kaljulaid, fyrrverandi forseti Eistlands. Til fundarins voru sérstaklega boðnir ungir þingmenn til að tryggja að þessir afdrifaríku dagar falli ekki í gleymsku.“