„Var sunnan heiða um helgina og vakti það eftirtekt mína hvað götur Reykjavíkur og nágrennis voru slitnar af nagladekkja-umferð, auk drullunnar sem fylgir,“ segir Þröstur Jónsson sveitastjórnarmaður Miðflokksins á Egilsstöðum:
„Það er nokkuð langt síðan að maður uppgötvaði að nagladekk gefa fyrst og frems falskt öryggi. Mjúk vetrardekk tam. frá Yokohama virðast af minni reynslu gera gott betur en negld dekk, jafnvel við hálustu erfiðustu aðstæður eins og niður Stafina í Fjarðarheið.
Ég get ekki séð að þessi mjúku dekk slitni eitthvað meira en önnur.
Hvað menn eru að gera á nagladekkjum suður í Reykjavík er mér ráðgáta, þar sem allt er saltað í tætlur um leið og hitastigið fer niður fyrir frostmark.
Er ekki tími til kominn að leggja álögur á nagladekk? Menn geta svo sem valið þau, en borga þá bara fyrir aukið vegaslit og sóðaskapinn sem af hlýst.“