„Ekki kemur fram hvert tilefnið er, en Ólafur K. Magnússon sem var blaðaljósmyndari Morgunblaðsins í nær hálfa öld, fangaði þetta augnablik, en hann hafði gott auga fyrir ýmsu sem fyrir auga bar. Reyndar var barnið ekki handtekið, heldur sóttu lögreglumennirnar barnið fyrir utan verslun eina í miðbænum þar sem barnið hafði gleymst fyrir utan.
Sagan segir að stúlka ein sem var barnapía barnsins hafi komið við í þessari verslun og skilið barnið eftir fyrir utan verslunina á meðan hún brá sér inn. Þegar hún kom út úr versluninni, var hún eitthvað utan við sig og gleymdi barninu og fór sína leið í burtu.
Voru því margir farnir að undrast af hverju barnið væri svona lengi eitt og yfirgefið fyrir utan verslunina. Var því lögreglan kölluð til sem sótti barnið í vagninum og óku því niður á gömlu lögreglustöðina við Pósthússtræti þar sem nú er Pósthús Mathöll.“