HomeSagt erÞÓRIR FÉKK ORÐU Í EISTLANDI

ÞÓRIR FÉKK ORÐU Í EISTLANDI

„Eistneski herinn sýndi mér þann sóma að veita mér orðu eftir tæplega tveggja ára starf á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins fyrir Atlantshafsbandalagið innan höfuðstöðva hersins í Tallinn,“ segir Þórir Guðmundsson fyrrum fréttamaður og nú útsendur starfsmaður utanríkisráðuneytisins hjá Atlantshafsbandalaginu í Eistlandi.

„Við vorum nokkur sem fengum orðu á þessum degi en í tilkynningu hersins er vitnað í Veiko-Vello Palm hershöfðingja, sem nefndi framlag Íslands sérstaklega með þessum orðum:

„I would like to express my special thanks to our Icelandic colleague, whose contribution is both substantial and highly symbolic. Even a small country can contribute to NATO’s collective security with its know-how.“

Orðuveitingin minnir mig á að nú sér fyrir endann á dvölinni í þessu einstaka landi og meðal þessarar þjóðar sem mér þykir orðið afar vænt um. Óvægin saga hennar, sem leiksoppur stórþjóðanna í kring og þó sérstaklega í austri, minnir Eistlendinga stöðugt á þann dýrmæta fjársjóð sem felst í sjálfstæðinu.

Við athöfnina í dag nefndi Palm hershöfðingi líka þakklæti Eista fyrir það frumkvæði Íslendinga 1991 að vera fyrst þjóða til að viðurkenna endurheimt sjálfstæðis Eistlands. Eistar þekkja þessa sögu vel og meðal annars þess vegna hefur verið sérstaklega ánægjulegt að vera búsettur í Eistlandi undanfarin næstum tvö ár.“

TENGDAR FRÉTTIR

KARL ÁGÚST HÆTTUR AÐ FYLGJAST MEÐ FRÉTTUM – HENTAR HONUM PRÝÐILEGA

"Nú eru umtalsverðir áratugir síðan ég samdi og flutti þetta atriði í Áramótaskaupi. Þá fannst mér það fjölmiðlafár og - della sem ríkjandi var...

TAXI PIKKFASTUR Í FORNÖLD

"Íslenski leigubílamarkaðurinn var einfaldlega pikkfastur í örgustu fornöld, og stór hluti hans er það því miður enn," segir Pawel Bartoszek í borgarsstjórnarhópi Viðreisnar og...

MINNINGARATHÖFN OG ERFIDRYKKJA SVENNA Á MÓNAKÓ

Sveinn Reynir Sigurjónsson, þekktur karakter í mannlífsflóru miðborgar Reykjavíkur, lést flestum að óvörum fyrir nokkrum dögum. Minningarathöfn og erfidrykkja verður á barnum Mónakó á...

ERLENDUM RÍKISBORGURUM Á ÍSLANDI FJÖLGAR HELMINGI HRAÐAR EN ÍSLENSKUM

"Alls voru 78.901 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí sl. og fjölgaði þeim um 4.478 einstaklinga frá 1. desember...

JÓGA Í SUMARBÚSTAÐINN – HEIMSENDING

Take away jóga - tilkynning: - Ertu í sumarfríi en vilt fá jóga heim eða í sumarbústaðinn? Jógatímar með Jógasetrinu á netinu. Njóttu á þínum hraða á...

ZEBRABRAUT TRUFLAR UMFERÐ

Í næstu viku er áætlað að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir 15. júlí og klára verkefnið fyrir...

SPESSI FLUTTI Í ÖRÆFIN – FAUK

,,Ég flutti í Öræfi í ágúst síðastliðinn, sem var töluverð áskorun fyrir mig. Þá var haustið að byrja og veturinn með myrkrinu sem varð...

REYKJAVÍK TODAY

Reykjavík today / horft til vesturs / erla þórarinsdóttir

ALEXANDER HOLROYD ÞINGMAÐUR FRAKKA Á ÍSLANDI

Alexander Holroyd úr Miðjubandalagi Macron forseta var kjörinn þingmaður Frakka sem búsettir eru í Norður Evrópu eftir kosningakerfi sem greint var frá í frétt...

TANSANÍA STAL HJARTA SÖLVA

"Tansanía hefur stolið hjarta mínu. Frá víðáttumiklum sléttum til líflegra menningar, þetta land er stórkostlegt," segir Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður og heldur áfram: "En það er...

LÍFSLEIKNI LINDU

"Allir litlu daglegu vanarnir og rútínurnar eru það sem skiptir öllu máli þegar þú vilt gera breytingar til batnaðar," segir alheimsfegurðardrottningin og heilsugúrúinn Linda...

SUMARHÁTÍÐIR ÚT UM ALLT

Varla er hægt að þverfóta á landinu sumarið 24 vegna sumarhátíða sem dreifa sér þétt eins og sést á þessu korti. Helst eru það...

Sagt er...

Þessi rússneska landbúnaðarbifreið var meðal vinninga í happdrætti DAS 1956 og kom upp á miða 13986 sem seldur hafði verið í umboðinu í Austurstræti....

Lag dagsins

Harrison Ford er 82 ára í dag. Einn mesti gullkálfur bandarískra kvikmyndaframleiðenda í Hollywood um áratugaskeið. Hann millilendir oft flugvél sinni í Keflavík og...