HomeSagt erÞÓRIR FÉKK ORÐU Í EISTLANDI

ÞÓRIR FÉKK ORÐU Í EISTLANDI

„Eistneski herinn sýndi mér þann sóma að veita mér orðu eftir tæplega tveggja ára starf á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins fyrir Atlantshafsbandalagið innan höfuðstöðva hersins í Tallinn,“ segir Þórir Guðmundsson fyrrum fréttamaður og nú útsendur starfsmaður utanríkisráðuneytisins hjá Atlantshafsbandalaginu í Eistlandi.

„Við vorum nokkur sem fengum orðu á þessum degi en í tilkynningu hersins er vitnað í Veiko-Vello Palm hershöfðingja, sem nefndi framlag Íslands sérstaklega með þessum orðum:

„I would like to express my special thanks to our Icelandic colleague, whose contribution is both substantial and highly symbolic. Even a small country can contribute to NATO’s collective security with its know-how.“

Orðuveitingin minnir mig á að nú sér fyrir endann á dvölinni í þessu einstaka landi og meðal þessarar þjóðar sem mér þykir orðið afar vænt um. Óvægin saga hennar, sem leiksoppur stórþjóðanna í kring og þó sérstaklega í austri, minnir Eistlendinga stöðugt á þann dýrmæta fjársjóð sem felst í sjálfstæðinu.

Við athöfnina í dag nefndi Palm hershöfðingi líka þakklæti Eista fyrir það frumkvæði Íslendinga 1991 að vera fyrst þjóða til að viðurkenna endurheimt sjálfstæðis Eistlands. Eistar þekkja þessa sögu vel og meðal annars þess vegna hefur verið sérstaklega ánægjulegt að vera búsettur í Eistlandi undanfarin næstum tvö ár.“

TENGDAR FRÉTTIR

MISS AMERICA 1924

HANNES HEIM FRÁ RÍÓ

TOBBA Í KERFINU

Sagt er...

Þessi unga stúlka var kjörin Miss America 1924 eftir að hafa orðið Miss Fíladelfia skömmu áður. Ekki er vitað um afdrif hennar.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari fræga fólksins um árabil, er fimmtugur í dag. Svavar Örn er skemmtilegur rakari sem kann sitt fag og hann fær óskalagið...