HomeGreinarÁSTARÓÐUR TIL KRISTÍNAR

ÁSTARÓÐUR TIL KRISTÍNAR

Afmæliskveðjur taka á sig ýmsar myndir á Facebook. Hér er afmæliskveðja dagsins sem skákar öðrum út á kant. Signý Scheving Þórarinsdóttir ljósmóðir til Kristínar Eysteinsdóttur fyrrum Borgarleikhússtjóra:

Elsku ást lífs míns er fimmtug í dag! Elsku besta Kristín mín, þú þarft að umbera hyper væmni mína í dag, sem ég veit að þú gerir. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Ég get varla lýst með orðum hversu stórkostlega mögnuð þú ert. Þú sýnir mér á hverjum degi hversu mikla ást þú hefur að gefa, með hlýju þinni, tæra hjarta og einlæga brosi. Ég kollféll fyrir þér og ást mín og hjarta vex og stækkar á hverjum degi. Við höfum upplifað mörg ævintýri undanfarið árið, en það sem ég elska mest er hversdagsleikinn með þér. Að vakna við hlið þér á morgnana og drekka morgunkaffið, horfa í fallegu augun þín og kyssa þig.

Verð líka að minnast hversu góð móðir þú ert; alltaf með opinn hlýjan faðminn fyrir elsku dýrmætu drengina þína. Það bræðir mig.
Þú ert langbest; mesti töffarinn; rokkstjarnan mín; my partner in crime; minn eini sanni Elvis.
Ég elska þig undur heitt. Hlakka til að njóta lífsins með þér í dag í sólinni og sýna þér hversu mikils virði þú ert mér. Til hamingju með daginn, fallega ástin mín.“
TENGDAR FRÉTTIR

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

HIS MASTER´S VOICE

Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master's Voice. Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann "nippaði" alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá....

TUNGLIN OG TRUMP

"Hvílíkir tímar sem við lifum á!," segir Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænn leiðsögumaður og frambjóðandi: "Sjaldgæfur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað daginn eftir (21....

UMMERKI EFTIR MANNINN EN MANNVERAN HVERGI SJÁANLEG

Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...

TÍU LITLIR BANKASTRÁKAR Í KOLAPORTINU – 12.000 KRÓNUR

Þessi bók eftir Óttar Norðfjörð er uppseld fyrir löngu en eitt eintak er til í Kolaportinu og kostar 12.000 krónur.

VINNA MEÐ LITLUM FYRIRVARA

Þessi auglýsing birtist á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni Vinna á Selfossi með stuttum fyrirvara: Hæhæ. Ég er 45 ára karl frá Úkraínu sem nú bý einn...

BLINDRAFÉLAGIÐ MEÐ HUNDADAGATAL 2025

Blindradélagið hefur gefið út leiðsöguhundadagatalið 2025. Dagatalið fæst í ölum helstu verslunum Bónus og Nettó víðsvegar um landið og kostar 2.600 krónur. - Með styrkjum og...

JAPANSKUR PLOKKARI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Japanskur plokkari var í keppnisskapi að plokka á Skólavörðustíg. Hann var hingað kominn frá Egyptalandi þar sem hann plokkaði á götum Egypta. Næsti áfangi...

Sagt er...

DJQ, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum White Beans vegna skordýra sem fundust í vörunni. Baunirnar eru...

Lag dagsins

Enska söngkonan Sade er afmælisbarn dagsins (66). Fædd í Nígeríu en sló í gegn viða um heim með plötunni Diamond Life 1984. Áður hafði...