HomeSagt erÖLDUGANGUR Á 8,8 MILLJARÐA

ÖLDUGANGUR Á 8,8 MILLJARÐA

Alda, brú yfir Fossvog, var til kynningar hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Undirbúningur fyrir útboð er langt á veg kominn en tvö útboð eru í undirbúningi, annars vegar fyrir fyllingar og hins vegar fyrir smíði brúarinnar. Alda er ætluð gangandi og hjólandi vegfarendum, ásamt því að vera lykillinn að leið Borgarlínunnar yfir Fossvog. 

Áætlað er að fyrsta útboð af tveimur fari fram með vorinu en þá verða fyllingar boðnar út. Fyllingar í Skerjafirði verða hluti af því útboði. 

Útboð á smíði brúarinnar og landmótun er síðan fyrirhugað um mitt sumar. Í síðari útboðinu er meðal annars gert ráð fyrir 900 tonnum af stáli í yfirbyggingu brúarinnar, sem verður í fimm höfum með steyptu brúargólfi. Gert er ráð fyrir að stórar forsmíðaðar einingar verði notaðar í stöpla og yfirbyggingu. Brúin verður 270 m að lengd.

Taka þarf sérstakt tillit til starfsemi Reykjavíkurflugvallar í báðum útboðum og þau áhrif sem flugumferð hefur á framkvæmdir við fyllingar og byggingu brúarinnar.

Áætlað er að vinna við landfyllingar hefjist í sumar og að byrjað verði á Kársnesi. Í byrjun næsta árs er svo áætlað að hefja vinnu við brúargerð og landfyllingar Reykjavíkurmegin. Fyrirhugað er að hefja vinnu við landfyllingar í Skerjafirði árið 2026 og samhliða verður unnið við brúargerð. Verklok eru áætluð á árinu 2027. 

Áætlaður kostnaður við brúna eru 6,7 milljarðar króna. Áætlaður kostnaður við landmótun og yfirborðsfrágang er 2,1 milljarður króna.

TENGDAR FRÉTTIR

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

SUNNUDAGSMATUR SMÁFUGLANNA

Góðborgari (rís undir nafni) í miðborg Reykjavíkur útbjó sunnudagsmat fyrir smáfuglana þegar frostið herti í gær. Smáttskorið epli með salti á köntunum. "Allt samkvæmt reglum...

STJÖRNUSPEKINGUR KEYRIR FATLAÐA

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur var landsfrægur stjörnuspekingur á árum áður, þótti naskur þegar hann tengdi stjörnumerki saman, teygði til allra átta og fékk yfirleitt niðurstöðu...

DARÍA SÓL SKÍN

Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. - 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar. Daría er...

PERSÓNUAFSLÁTTURINN SIGRAÐI Á ALÞINGI

"Allt er gott sem endar vel," segir Vilhjálmur Ragnarsson sem búsettur hefur verið á Norður Írlandi í 20 ár og stóð frammi fyrir því...

Sagt er...

Tónlistarkonan Klara Einars verður andlit og talsmaður Pakkasöfnunar Kringlunnar í ár. Klara er að gefa út jólalagið „Handa þér” á streymisveitum, föstudaginn 22. nóvember...

Lag dagsins

Dægurstjarnan á himni þokkadísa heimsins á síðustu öld, Bo Derek, er 68 ára í dag. Sló í gegn í rómantísku gamanmyndinni "10" þar sem...