31. janúar: Gul viðvörun í Reykjavík kl. 12:30 -17:30 : Vestan hvassviðri eða stormur, dimm él og skafrenningur með lélegu skyggni. Líkur á samgöngutruflunum. Snjókoma en það skefur mikið þannig að færi mun spillast og blint verður í hryðjum.
Vetrarþjónustan í Reykjavík mun leitast við að halda aðalleiðum opnum á meðan þessu stendur en gott er að skipuleggja ferðir sínar í dag til að síðdegisumferðin verði ekki veruleg. Metið verður hvernig staðan verður í húsagötum og hvenær aðal snjómoksturinn fer fram þar.
Þegar gul viðvörun stendur yfir, þá eiga foreldrar og starfsfólk skóla að meta stöðuna, samkvæmt ráðleggingum almannavarna. Almenna ráðleggingin er að vera ekki á ferðinni á meðan viðvörunin stendur yfir. Farið varlega.