Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. – 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Listaverk höfða til allra skynfæra og vekja fólk til umhugsunar ásamt því að lýsa upp skammdegið á líflegan hátt. Eitthvað verður í boði fyrir öll þessa daga.
Tilgangur Vetrarhátíðar er að lífga upp á borgarlífið á dimmustu vetrarmánuðunum með því að tengja saman ólíka menningarlega þætti sem allir tengjast þema hátíðarinnar, ljósi og myrkri. Hátíðin skiptist í þrennt: Ljósaslóð, Sundlauganótt og Safnanótt og er aðgangur ókeypis.
Hátíðin verður sett 1. febrúar klukkan 19:00 fyrir framan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.