Goðsögnin James Dean (1931-1955) hefði orðið 94 ára í dag. Kvikmyndaferill hans spannaði aðeins fimm ár en hann lést af slysförum langt fyrir aldur fram. Þekktustu myndir hans eru East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant. James Dean var táknmynd og fyrirmynd ungra töffara um allan heim – og er jafnvel enn.