Fæðingardagur Charles Dickens (1812-1870). Hann varð aðeins 58 ára sem þótti eðlilegt Í Englandi á hans tíð en nú er öldin önnur. Dickens var rithöfundur, blaðamaður og samfélagsrýnir sem náði feykivinsældum í lifanda lífi með verkum sínum. Mögnuð athyglisgáfa, skopskyn og ritsnilld fleyttu honum í hæstu hæðir vinsælda meðal almennings – sannkölluð stjarna á Viktoríutímanum í heimalandinu og reyndar um allan heim. Þarf ekki að segja annað en „Oliver Twist“ og allir skilja.