Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski vegna fuglaflensu. Mundaði hann síma til myndatöku en í sömu andrá dreif að túristahóp sem sá að eitthvað var um að vera og þegar allur hópurinn var kominn upp að glugganum rankaði kötturinn við sér við mikil fagnaðarlæti.
Fóru allir túristarnir inn í búðina til að strjúka kettinum sem kunni því vel svona nývaknaður. Svo keyptu túristarnir 7 peysur í búðinni og veifuðu bæbæ.
Þá lagði kötturinn sig aftur í gluggann og steinsofnaði.