“Myndirnar eru frá Klébergslaug á Kjalarnesi þar sem ég átti gott pottaspjall á dögunum eftir sundsprett,” segir Guðni forseti sem kann að blanda gerði við almenning og heldur svo áfram:
“Sundlaugamenning okkar Íslendinga er einstök, sterk stoð í samfélaginu sem bætir lífsgæði okkar. Lagt er til að hún verði sett á lista Menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, yfir óáþreifanlegan menningararf um víða veröld. Umsókn um það eflist ef fjöldi fólks semur stutta lýsingu á því hvaða máli sundlaugarnar skipta fyrir það í dagsins önn. Sjálfur er ég búinn að senda stuðningsyfirlýsingu og segi þar frá því hvernig sund og pottur bæta líkama og sál, hvernig við hittumst í laugunum, hreyfum okkur og spjöllum saman. Koma svo, tökum þetta góðum sundtökum!”