HomeGreinarÍSLENSKA KOKKALANDSLIÐIÐ Á LEIÐ Á ÓLYMPÍULEIKANA Í STUTTGART

ÍSLENSKA KOKKALANDSLIÐIÐ Á LEIÐ Á ÓLYMPÍULEIKANA Í STUTTGART

Allir fremstu matreiðslumenn heims koma saman á Ólympíuleikum matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúar og keppa um stærstu verðlaun keppnismatreiðslu. Íslenska kokkalandsliðið hefur æft stíft undanfarna mánuði í tengslum við keppni þessa og stefnir á verðlaunapall. Ólympíuleikarnir verða settir 3. febrúar nk. og mun íslenska kokkalandsliðið keppa í tveimur greinum. Fyrri keppnisgreinin er „Chef´s table“, tólf manna 11 rétta matseðill og í hinni síðari þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir landsliðsþjálfari segir ekkert annað en verðlaunasæti koma til greina. Hópurinn samanstandi af reynslumiklu keppnisfólki sem og einstaklingum sem eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Snædís hefur lengi verið tengd keppnismatreiðslu en hún tók að sér þjálfun liðsins fyrr á þessu ári:

„Við ætlum okkur alla leið, þessi hópur er tilbúinn að leggja gríðarlega mikið á sig til að ná sem bestum árangri,“ segir Snædís og bendir á að æfingar fari fram aðra hverja viku, þrjá til fjóra daga í senn þar sem hver æfing er um tíu til fjórtán klukkustundir.

TENGDAR FRÉTTIR

Sagt er...

Þessi unga stúlka var kjörin Miss America 1924 eftir að hafa orðið Miss Fíladelfia skömmu áður. Ekki er vitað um afdrif hennar.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari fræga fólksins um árabil, er fimmtugur í dag. Svavar Örn er skemmtilegur rakari sem kann sitt fag og hann fær óskalagið...