HomeGreinarTökum þetta góðum sundtökum!

Tökum þetta góðum sundtökum!

“Myndirnar eru frá Klébergslaug á Kjalarnesi þar sem ég átti gott pottaspjall á dögunum eftir sundsprett,” segir Guðni forseti sem kann að blanda gerði við almenning og heldur svo áfram:

“Sundlaugamenning okkar Íslendinga er einstök, sterk stoð í samfélaginu sem bætir lífsgæði okkar. Lagt er til að hún verði sett á lista Menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, yfir óáþreifanlegan menningararf um víða veröld. Umsókn um það eflist ef fjöldi fólks semur stutta lýsingu á því hvaða máli sundlaugarnar skipta fyrir það í dagsins önn. Sjálfur er ég búinn að senda stuðningsyfirlýsingu og segi þar frá því hvernig sund og pottur bæta líkama og sál, hvernig við hittumst í laugunum, hreyfum okkur og spjöllum saman. Koma svo, tökum þetta góðum sundtökum!”

“…sund og pottur bæta líkama og sál, hvernig við hittumst í laugunum, hreyfum okkur og spjöllum saman.”
TENGDAR FRÉTTIR

Sagt er...

Þessi unga stúlka var kjörin Miss America 1924 eftir að hafa orðið Miss Fíladelfia skömmu áður. Ekki er vitað um afdrif hennar.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari fræga fólksins um árabil, er fimmtugur í dag. Svavar Örn er skemmtilegur rakari sem kann sitt fag og hann fær óskalagið...