„Allt er gott sem endar vel,“ segir Vilhjálmur Ragnarsson sem búsettur hefur verið á Norður Írlandi í 20 ár og stóð frammi fyrir því að verða sviptur persónuafslætti sínum vegna lagabreytinga á Alþingi. Vilhjálmur mótmælti kröftuglega ásamt löndum sínum í Bretlandi og viti menn: Alþingi bakkaði með ákvörðun sína og lögin sem taka áttu gildi um áramót gera það ekki.