„Kunningi sonar míns, sá býr í London, tók mynd á Hamborgarabúllunni í Tryggvagötu og spurði svo gervigreindina Al hvar þetta væri. Það tók 30 sekúndur að finna út úr því,“ segir Tómas Tómasson alþingismaður, aka Tommi á Búllunni, sem var eiginlega brugðið:
„Scary stuff. Beginning of the end,“ segir hann og slettir ensku til áhrifaauka.