Afi gamli fór í hraðbanka til að taka út nokkra þúsundkalla svo barnabörnin gætu sjálf borgað fyrir rjómaísinn sem hann ætlaði að gefa þeim. Afi er í viðskiptum við Íslandsbanka þar sem hann þarf ekki að greiða aukagjald fyrir úttekt en hraðbankar Íslandsbanka eru vandfundir í Reykjavík og í staðinn komnir erlendir hraðbankar sem hingað til hafa tekið 290 krónur fyrir hverja útekt sem er vel ríflegt.
Hann renndi því upp að Landsbankaútibúi í Borgartúni sem enn er opið með syngjandi barnabörnin í aftursætinu. Í útibúinu voru fjölmargir hraðbankar, raðað upp eins og í alræmdum spilasölum víða um bæ og honum brá í brún þegar hann sá að það kostaði ekki lengur 290 krónur að taka út aurinn heldur 500 krónur!
Honum var skapi næst að hverfa á braut án viðskipta en þá hefðu barnabörnin hætt að syngja í aftursætinu þannig að hann lét sig hafa það – an aldrei skyldi hann nota hraðbanka Landsbankans aftur.