Villi vindill sendir póst:
–
Kristján Ra, kaupmaðurinn í Svens – stærstu nikótínpúðaverslun landsins – segir nikótínið sem hann selur „ekki gott fyrir heilsuna“ í viðtali við Moggann.
–
Líklega er þetta undarlegasta þversögn aldarinnar. Svens búðirnar eru út um allt og Svens hefur auglýst gríðarlega og Svens segist vera „vinur þinn.“ Kaupmaðurinn Kristján Ra segir hins vegar berum orðum að nikótín sé óhollt, ávanabinandi og slæmt fyrir heilsuna. Samt selur hann það af miklum krafti og afleiðingin er sú að hlutfall ungs fólks sem er háð nikótíni er hærra en þegar sígarettur voru í boði í fermingarveislum.
–
Kristján Ra hefur hingað til ekki gert mikið af því að vara fólk við nikótínhættunni. Þvert á móti, hann hefur sagt vera „vinur þinn.“ Hver þarf óvini með slíkan vin?