Arnar Þó Jónsson lögfræðingur, sá fyrsti sem tilkynnti framboðs sitt til embættis forseta Íslands, á afmæli í dag (53). Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona hans hefur þetta um afmælisbarnið að segja:
„Í dag 2. maí á elsku Arnar minn afmæli. Maí er því mánuðurinn hans og má vel sjá einkenni mánaðarins í fari hans. Hann ber maísólina í brjósti; alltaf bjartsýnn og með góða yfirsýn. Hann býr yfir mikilli þrautseigju og krafti eins og náttúran sýnir okkur þegar tré og blóm fara að springa út eftir langan og oft harðan vetur. Arnar er sannur hugsjóna maður, réttsýnn og traustur. Hann ber hag annarra fyrir brjósti og ann Íslandi mjög mikið. Nú vill hann leggja sitt af mörkum til að standa vörð um okkar fallega land, menningu, tungu, fullveldi, lýðræði, lög og samfélag.