Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og sámfélagsrýnir fór í Grafarvogskirkju í gær til að spjalla við fólk enda djákni í hjáverkum. Þegar hann gekk út að fundi loknum sá hann lóu á grasflötinni fyrir utan: „Hún bara þandi gogg og neitaði að kveða burt snjóinn,“ segir Guðmundur og tók lóuna tali:
–
Ég tek þá enga mynd af þér, sagði ég við hana.
Þá bara kalla ég á snjóinn, svaraði hún.
Þú rétt ræður því, sagði ég ógnandi.
Já, ég geri það, sagði hún og skeit um leið og hún hóf sig glottandi á loft.
–
Lóan var ekki fyrr horfin á bak við kirkjuturninn en það fór að snjóa í miðjum apríl.