Flestir halda að fiskrétturinn vinsæli, Fish and Chips, sé ættaður frá Englandi enda nánast þjóðarréttur þar um áratugaskeið. En það er ekki rétt. Fish and Chips er portúgalskur og hefur frá miðbiki 16. aldar. Eins og margir frægir réttir varð Fish and Chips til vegna nauðsynjar og skorts á öðru fæði – tilvalin lausn í sjávarplássum.
Alþjóðlegi Fish and Chips dagurinn er haldin hátíðlegur í Englandi fyrsta föstudag í júní ár hvert.
Nú er Fish and Chips algengasti skyndibiti Englendinga – hvort sem réttarins er neytt af plastbakka eða í dagblaðapappír á leið heim af kránni á síðakvöld eða þá bara í sjónvarpsstólnum heima (ekki gleyma salti og vineger).
Á þriðja áratugnum voru 35 þúsund Fish and Chips sjoppur í Bretlandi. Nú eru þær 10.500 og afgreiða 360 milljónir skammta árlega. Það samsvarar sex skömmtum á alla Breta, konur, karla og börn.
Ship-o-Hoj