HomeGreinarTOLLI ELSKAR TENE

TOLLI ELSKAR TENE

„Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar öldurnar og vindinn við suðurenda eyjunar.“ segir Tolli Morthens myndlistarmaður:
„Við vorum auðvitað bísna ánægðir með veruna þarna suður frá ég með hvíldina á laugarbakkanum og hann með átökin á brotöldum undir Afríkusól.
Ég var að segja honum hvað ég hefði gott af því að gera ekkert en hve líkaminn hefði fljótt fundið fyrir því þegar skammdegis þreytan tók að síga upp frá skrokknum í hita og aðgerðarleysi svo stundum var ég alveg búinn um kvöldið eftir langa legu og bókalestur en samt sæll og sáttur.
Vinur minn hafði orð á því hve það hefði verið meira næs ef Ingólfur og aðrir landnámsmenn hefðu siglt sunnar og fundið Tenerife og það hefði síðan orðið heimkynni okkar.
Eftir smá þögn kváðum við upp í einu hljóði „nei við elskum íslenska veðuráttu“ allir þessir vindar og ferskleiki, stormar og él, veðurgluggar sem opnast og lokast í sífellu, miðnætursól og vetramyrkur og þessi einstaka orka sem er hér allt um liggjandi, nei það er eitthvað við samspil lands og veðurs sem gerir það einstakt að búa hér.
Eða hvað sagði ekki skáldið „Ég elska þig stormur“.
Semsagt gott að hverfa suður í sólina og lofa þreytunni að gufa upp og hverfa svo síðan heim í þetta karnival sem veðrið er hérna.“
TENGDAR FRÉTTIR

AMERICANO VÍKUR FYRIR KANADÍSKUM Á KAFFIHÚSUM

Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte...

MARTA SMARTA KENNIR Í HÁSKÓLANUM

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands. Hún er sögð koma inn í tímana...

EYMUNDSSON LOKAR KAFFIHÚSI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eymundsson á Skólavörðustíg lokar kaffihúsinu í búðinni. Verið að endurnýja verslunin sem opnar aftur í vikunni eftir breytingar - en ekkert kaffihús.

ÉG HEF EKKERT AÐ SEGJA…

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans: - ég hef ekkert að segja - undarlegasta en um leið gleðilegasta setning tungumálsins - því að ef einhver...

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

LANDPÓSTUR LEGGUR AF STAÐ ÚR REYKJAVÍK

"Það biðu örugglega margar heimasæturnar og bændasynirnir í ofvæni eftir að þessi maður birtist í túnfætinum með sitthvað skemmtilegt í farteskinu," segir Sverrir Þórólfsson...

HEILAÍGRÆÐSLUR MUSK VALDA ÓTTA

Elon Musk hefur þróað gervigreindarflögur til ígræðslu í heila sem eiga að örva, hressa, kæta og bæta hugsunina. Málið er umdeilt og sagt hættulegt...

MYND ÁRSINS – DROTTNING KVEÐUR

Þetta er fréttamynd ársins í Danmörku. Tekin af Mads Nissen ljósmyndara á Politiken. Í umsögn dómnefndar segir: "Vi kommer aldrig til at kunne tage det...

Sagt er...

"Einhver er nú innkoman hjá Max," segir Ari Sigvaldason ljósmyndari og kaupmaður á Skólavörðustíg og birtir mynd af dyrasíma þar sem Max Mustermann í...

Lag dagsins

Bandaríski lagahöfundurinn Neil Sedaka er afmælisbarn dagsins, orðinn 86 ára. Lög hans smullu á vesturhvel jarðar eitt af öðru enda ferillinn orðin langur, 60...