Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte og Espresso, svartur, sterkur og ómengaður kaffibolli til yndis.
Erlendir ferðamenn hrífast margir, en ekki allir, af þessu uppátæki sem kannski breiðist út um allan heim. Þá er vert að minnsat þess að allt byrjaði þetta á Skólavörðustíg.