Fæðingardagur stórstjörnunnar Elizabeth Taylor (1932-2011). Hún reis til frægðar á sjötta áratugnum með kvikmyndaleik sem færði henni tvenn Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki og skrautlegt einkalíf hennar bætti um betur í raunveruleikanum. Á sjöunda áratugnum var hún tekjuhæsta leikkona í heimi og minningin lifir enn.