Ákveðið hefur verið að loka kaffihúsi Kaffitárs á Höfðatorgi. Lokað verður 1. mars en Kaffitár hefur verið á Höfðatorgi síðan 2008.
„Nú er þessum kafla því miður að ljúka,“ segja eigendur. „Við viljum þakka ykkur fyrir ómetanlegar stundir, hlý orð og tryggðina sem þið hafið sýnt okkur í gegnum árin. Þó að þessi kafli sé að ljúka, bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á önnur kaffihús okkar í Kringlunni og við Háskóla Reykjavíkur. Þar munum við halda áfram að bjóða upp á uppáhalds kaffidrykki ykkar og skapa enn fleiri góðar minningar.“