Húsnæðið sem hýsti síðasta skósmiðinn í miðbæ Reykjavíkur á Grettisgötu 3 er nú til leigu. Þar var Þráinn skósmiður eitt sinn, svo tók Daníel skósmiður við en hann gafst upp og þáði starf hjá stoðtækjafyrirtækinu Össur við smíði á gerviskóm – sjá hér.
Nú hefur athafnamaðurinn Einar Ásgeirsson keypt húsnæðið og býður til leigu á þessum eftirsótta stað. Einar var lengst af kenndur við veitingastaðinn Hróa Hött sem hann stofnaði og rak lengi. Nú rekur hann hinsvegar glæsilega ferðaþjónustu, Black Beach Suites, með fjölda lúxusherbergja rétt ofan við Reynisfjöru sem er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Og aðra eins gistiaðstöðu á Snæfellssnesi. Svo ekki sé minnst á Pylsuvagninn í Laugardal sem hann er einnig með á sínu snæri.
Tilboð óskast – upplýsingar í glugga á staðnum.