Þetta Bónushjól hefur sést víða í miðbæ Reykjavíkur. Tekur sig vel út í Bónuslitunum, lásinn er meira að segja í stíl og er lagt hist og her um bæinn. Fer ekki framhjá neinum. Auglýsingamaður segir skilaboðin ljós: „Versla minna, borða minna, hjóla meira.“