„Ekkert Netflix eða YouTube ef gagna-sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn fara í sundur!“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir og samfélagsrýnir – með upphrópunarmerki!:
„Í því sambandi langar mig að vekja athygli á því að ef stóru alþjóðlegu gagnaverin væru ekki í landinu, þá væri netsamband Íslands að öllum líkindum bæði mun verra og dýrara fyrir almenna innlenda notendur. Gagnaverin og viðskiptavinir þeirra stóðu og standa nefnilega að verulegu leyti undir lagningu og rekstri sæstrengjanna. Hugsið um það næst þegar þið hámhorfið á þáttaröð á Netflix.“